Núna í kvöld halda lögfræðinemar árshátíð sína á Hótel Sögu og er ekkert nema gott um það að segja og við skulum bara vona að þau skemmti sér sem best enda duglegir krakkar.
Það sem stakk mig aftur á móti er það að fordrykkurinn er í boði dómsmálaráðuneytisins (vá mar náði að skrifa það í fyrstu tilraun). Ekkert að því að þessir krakkar fái frýjan drykk enda eiga þau það örugglega alveg skilið enda eins og ég sagði duglegir krakkar.
En núna undanfarið hefur verið mikið rætt um niðurskurði hér og þar í kerfinu, því svo lítið sé til í ríkiskassanum. Oftast þegar verið er að skera niður er fyrst ráðist á þá veikustu því þeir skiljanlega eiga erfiðast með að verja sig. Mér persónulega finnst að við ættum að byrja á að skéra niður svona hluti sem engu máli skipta og þetta er ekki eina dæmið um svona lagað.
Mörgum ykkar finnst ég eflaust vera mjög smámunasamur en munið að margt smátt gerir eitt stórt. Við gætum t.d. terkið þessa x krónutölu sem sparast þá yfir árið með því að sleppa svona fríum drykkjum og svoleiðis hlutum og sett hana í Landspítala Háskólasjúkrahús. Þannig mögulega ekki þurft að segja upp alveg svo mörgum. Ég veit vel að kerfið virkar ekki þannig og þessir peningar örugglega bara hverfa í kassann en hey þetta er bara hugmynd.
Fyrir mitt leiti þá vil ég frekar að einhver fái aðeins betri læknisþjónustu eða menntun frekar en að vita til þess að skattpeningarnir mínir séu notaðir á fylleríi laganema. En þetta er bara mín skoðun.