Mér finnst það reyndar virðingarvert að þú komir fram með rök og úrlausn á málinu. Reyndar sé ég lítið sem ég get kallað markviss rök sem eru ekki einföld skoðun sem er jafn fjölbreytt og fólkið sem hefur skoðun yfirhöfuð. En úrlausnartilraunin er góð, þó ég sé henni hjartanlega ósammála.
Nú er ég á alltílagi tekjum sjálfur og hef yfir litlu að kvarta (þó maður vilji auðvitað alltaf meira). Mér finnst það persónulega fáránlegt að vera að miða okkur við ríki eins og Bandaríkin, vegna þess að eðli þess þjóðfélags er óútskýranlega ólíkt, stærra og fjölbreyttara en okkar eigið. Einnig má ekki gleyma því að Bandaríkin á við vandamál að stríða sem við erum blessunarlega laus við. Meðal annars þá gríðarlegu stéttaskiptingu sem þar er.
Ég er mjög hlynntur tekjuskatti og vil hafa hann í kringum 40%. Því sem má aftur á móti breyta, er hvernig hann er nýttur, því ég trúi því ekki í eina sekúndu að hann sé nýttur á þann sem hann ætti að vera.
Það að henda þessu yfir á virðisaukaskatt finnst mér samt hálf… eða eiginlega heil-afleit hugmynd þar sem fólk sem hefur lægri tekjur myndi þá vera að borga fyrir þá sem nóg hafa… sem að sjálfsögðu er slæmt, vegna þess að þeir sem nóg hafa, hafa gríðarlega litla tilhneigingu til að gera sér grein fyrir vandamálum og aðstæðum litla mannsins. Fyrir utan það held ég að þeir sem meira hafi, kaupi sér eðlilega meira af nytjavörum svo að niðurstaðan yrði nákvæmlega sú sama.
Að mínu mati er þetta skref of langt til hægri… skref sem ég er jafn mikið á móti og skrefi sem er of langt til vinstri.
Annað er það að þú minnist á aumingjana sem eru á atvinnuleysisbótum. Þá langar mig að benda á það að skráð atvinnuleysi á Íslandi er *fáránlega* lágt og er það tímasóun að eltast við einhverjar örfáa þunglyndissjúklinga sem hafa ekki roð til að henda sér upp á yfirborðið sjálfir. Megnið af þessu atvinnuleysi er einnig ungt fólk sem er komið úr skóla, fólk sem hefur misst vinnu sökum niðurskurðar, og svo framvegis. Það sem kallað er fullkomlega eðlilegt og réttlætanlega atvinnuleysi sem ég get fullvissað þig um að fær lítið af skattpeningunum þínum, og mun aldrei hverfa úr þjóðfélagi sem er ekki Kommúnískt.
Einnig finnst mér það mjög skammhugsuð lausn að einfaldlega afnema tekjuskatta vegna þess að það sé svo óréttlátt að einhver fífl nái að lifa á letinni og að þú sért að borga fyrir þau forréttindi að vera þegn Íslands sem nýtur meðal annars lögreglu, ókeypis skólagöngu, vegi, og almennt mikla hjálp frá Ríkinu. Frekar á að gera frekari ráðstafanir gegn því fólki sem er að lifa á letinni, því að þessu fólki er ég að sjálfsögðu jafn mikið á móti og þú. Þetta eru samt nánast undantekningalaust fólk sem er að kljást við langtímaþunglyndi, og því á auðvitað frekar að hjálpa heldur en að gera því ókleyft að halda í það litla sem það hefur og bölvar ekki.
Mér finnst þessi hægri-stefna oftar en ekki vera afurð af hreinri… þú fyrirgefur… græðgi. Ef þú kannt nokkuð með peninga að fara lendirðu ekkert í vandræðum útaf einhverju eins og 40% tekjuskatt. Ekki séns. En eins og ég benti áður á, er fólk sem meira hefur í vægast sagt smánarlega lítilli aðstöðu til að vita hvað nákvæmlega það er að mega sín. Jafnvel þó að sá og hinn sami hafi áður upplifað það að eiga lítið.
Mér finnst oft gleymast, í stríði hægrimanna við vinstrimenn, hugtakið “millivegur”.
Ég yrði þó að vera sammála þér því að afnema fasteignaskattinn. Þú ert þegn í þínu þjóðfélagi, og hvort sem þér líkar betur eða verr, nýtur þú góðs af því. Að halda fram öðru er sjálfsblekking og hugsunarleysi. En það að kaupa sér eitthvað eins og jörð & íbúð og þurfa síðan að borga ríkinu fyrir að halda í það… það finnst mér einmitt of langt til vinstri. Rétt finnst mér hinsvegar að fyrirtæki eins og Kringlan og slík megi alveg borga einhvern fasteignaskatt, en ég er alfarið á móti því að einstaklingar sjálfir séu að borga hann.
Vona að einhver lesi þetta, þó. ;) Ég hef hræðilega tilhneigingu til að vera langorður.