Að fylgjast með stjórnmálaumræðu síðustu daga hefur verið að mér finnst mjög ótrúlegt sjónarspil, það sem ég hef séð hef ég í raun einnig séð þegar maður f ylgist með beinni útsendingu frá Alþingi og sér maður þar fólk koma í ræðustól og í alvöru berjast við að færa rök og réttlæta aðgerðir sem það veit að munu koma illa niður á almeninning.
Þá er ég aðalega með aðgerðir í heilbrigðismálum í huga, þar sem stjórnvöld vísvitandi taka ákvörðum um það að nú skuli ekki látið það fé sem til þarf til að halda heilbrigðiskerfinu gangandi.
Auðvitað fer maður að hugsa um afhverju þessir menn reyni ekki að finna aðrar leiðir til að spara, nú er talað um það að þó ríkið hafi verið að einkvæða og selja fyrirtæki (sem eru byggð fyrir peninga skattborgara) þá er ríkið samt að þenjast út. Og ég hef ekki séð það í umræðunni á hvaða sviðum ríkið er að eiða svona mikið, eins og það sé leyndarmál.
Ég hinsvegar veit það, eins og fleiri, að til dæmis utanríkisráðuneytið hefur þanist út eins og blaðra, hvernig hefði verið að loka eins og 3 – 4 sendiráðum í stað þess að segja fólki upp á Spítölum, og loka deildum, finnst mönnum á þingi það í alvöru meira forgangsmál að vera með sendiráð útum allt heldur en að halda heilbrigðiskerfinu gangandi, einnig hefði verið hægt að spara með því að hækka ekki kaup þingmanna. En eftir því sem þeir segja þá eru þeir með mikilvægasta starf í landinu, þó ég sjái ekki að Alþingismenn séu að framleiða nein verðmæti, ferkar að þessir menn séu að finna sér verkefni sem eru þess eðlis að þau eiða peningum sem láglauna fólk í þessu landi skapar.
Svo er maður að heyra það að utanríkisráðherra sé að miða ísland, sem telur um 280.000 manns, við þjóðir eins og Danmörku, Noreg og svíþjóð, og vill hann meina að við verðum að vera með eins mörg sendiráð og þessar þjóðir sem eru margfalt mannmeiri en ísland, og búa um 4 til 5 miljónir til dæmis bara í Noregi, ég tel það vera algerlega forgangsverk nr 1,2,3 að koma utanríkisráðherra niður á jörðina svo hann átti sig á veruleikanum og hætti að metast við aðrar Evrópuþjóðir sem samanstanda af miklu stærri þjóðum um fjölda sendiráða.
Einnig má fara að athuga það, að það má spara helling með að leggja niður forseta embættið, hann er sama og valdlaus, og í fréttum um daginn var sagt að hann hefði eitt um 101 degi í útlöndum á síðasta ár, persónulega finnst mér þeir peningar sem fara í að borga flugferðir fyrir forseta Ísland vera betur varið í heilbrigðis eða menntamálum.
Einnig er maður að heyra umræðu um atvinnuleysi, og það sé verið að flytja inn ódýrt vinnuafl til íslands, og heyrir maður að atvinnurekendur noti það sem afsökun að það fáist ekki fólk á íslandi til að vinna láglauna störf, og þeirra ráð er þá að flytja inn ódýra þræla – hverskonar siðferðisbrestur er að einkenna þetta þjóðfélag sem maður býr í ? ég bara spyr.
Hefði ekki verð nær að hækka laun þannig að fólk geti lifað á þeim ? er íslandi ekki meðal ríkustu ríkja heims ? allavega sýnist manni það þegar kemur að því að opna sendiráð og borga alþingismönnum laun.
Ég man eftir að það var farið út í aðgerðir til að lækka skatta á fyrirtæki, fyrirtækjum hefur verið gert hátt undir höfði hér á íslandi og í dag er umhverfi fyrir fyrirtæki á íslandi eitt það besta sem þekkist í Evrópu, og fyrirtæki eru í alvöru þykjast ekki getað borgað fólki laun, þau fara út í að flytja inn ódýrt vinnuafl, og nýta sér neyð fólks. Þegar ég skrifa þetta þá koma upp fullt af ljótum orðum til að ausa yfir fólk sem er við völd á íslandi og hagar sér svona, en ég ætla að láta orðið drullusokkur duga.
Siðferðisbresturinn og drullusokka hegðunin er svo algerlega ríkjandi í íslensku þjóðfélagi í dag, og mér finnst að menn sem eru á þingi ættu að sýna að það þeir geti skorið niður eins og þeir ætlast að almenningur skeri niður. Þeim fer það vel úr hendi að tala um fagrar hugsjónir og ætlast til að aðrir skeri niður og færi fórnir, en þegar kemur að þeim þá færast þeir undan því og virðist ekki mega hreifa við eyðslu þegar kemur að ákveðnum embættum og ráðuneytum. Mannlíf virðast hafa fengið verð í dag, og í dag eru sendiráð metin sem meira virði en nokkur mannslíf á Íslandi.
Mér er einnig minnugt í umræðu sem var hér fyrir um 2 – 3 árum, þá var talað um það að fyrirtæki væru að hugsa um að leita eftir ódýrum forriturum frá Indlandi, og þessi frétt kom í Ríkisútvarpinu, mér sýnist einna helst að þessari aðferð hafi verið beitt á Ríkisspítölum þar sem maður sér að búið er að manna láglauna skítastörfin , eins og í eldhúsum, með ódýru vinnuafli frá tælandi og eða löndum þaðan í kring. Ég veit þetta því ég var að vinna í eldhúsinu á landsspítalanum fyrir alger lágmarkslaun sem eingin lifir á, í dag.
Ég mæli til um að það verði fari í alveg eins aðgerðir í málum Alþingis og það verði leitað eftir því að manna alþingi og ráðuneyti með láglauna þingmönnum frá tælandi, og einnig er hægt að finna góða sjómenn frá Tælandi og setja þá á íslensk fiskiskip, og fleira og fleira þar sem hægt er að spara með ódýrum þrælum frá þriðja heims löndum, jafnvel fá ódýran forseta frá Honululu sem þarf ekki að borga eins há laun og þeim sem er núna á Bessastöðum.
Það væri hægt að skipta út öllum störfum á Íslandi með láglauna fólki, og halelúja hvað dýrðin yrði mikil, og sparnaðurinn mikill, svo má bara sparka íslendingum sem missa störfin til þeirra landa sem ódýru þrælarnir komu frá, og þá verður allt miklu betra, eða það halda allavega þeir sem fara með völd á íslandi, því mannfyrirlitning er einkenni þessara aðgerða sem maður sér í dag.
Og alveg ljóst að það er til fólk á æðstu stöðum sem er tilbúið til að bjóða öðrum upp á aðbúnað í lífinu sem það myndi aldrei nokkurn tímann bjóða sjálfum sér upp á.
Ef ráðamenn þjóðarinnar kíkja einhvern tímann í biblíuna þá er þar boðorð þar sem sagt er, þú skalt koma fram við náungan eins og þú vilt að hann komi fram við þig, og líka talað um að maður eigi að elska náungan eins og maður elskar sjálfan sig.
Og þar er ekki verið gefa í skyn að ef maður er á Alþingi þá eigi maður að elska sjálfan sig það mikið að maður skammtar sjálfum sér laun, og breytir lögum þannig að tekjur hjá manni sjálfum hækki. Og heldur ekki verið að tala um að flytja inn ódýrt vinnuafl til að geta setið á feitum höfuðstól svo forstjórarnir geti keypt sér stærri hús eða jeppa.
Í raun eru boðorðin 10 ekkert nema kennsla í siðfræði, og legg ég til að fólk sem hér fer með völd fari að hugsa sinn gang og velta fyrir sér hvað það muni segja við Guð þegar hann spyr út í hvað hafi vakað fyrir viðkomandi þegar hann ákvað að gera hluti, sem hafði svo neikvæð áhrif á líf þúsunda fólks.