Kynjakvótar og jákvæð kynjamismunun við atvinnuráðningar
hafa mikið verið í umræðunni í vetur og hefur hægri geirinn í
pólitíkinni verið stranglega mótfallinn þesskonar aðgerðum.

Það hafa aðsjálfsögðu verið mjög miklar framfarir í
jafnréttismálum þennan síðasta áratug og þá sérstaklega í
auknum réttindum og tækifærum kvenna á atvinnumarkaði.
Það er kominn lagalegur grunnur fyrir kynjajafnréttinu en það
á eftir að taka heillangann tíma að koma raunverulegu jafnrétti
kynjanna á því þar tel ég að uppeldislegi þátturinn skipti einna
mestu máli!

Með það að leiðarljósi þá veldur það mér miklum áhyggjum
hvað kvennmenn eru orðnir í miklum yfirgnæfandi meirihluta
starfandi í uppeldisgeiranum þ.e. í leikskólum, grunn-og
gaggnfræðiskólum og dagvistunum landsins, og ofan á allt
þetta má bæta við að 1/3 hluti barna alast upp hjá einstæðum
mæðrum og vantar því oft karlmanns fyrirmyndina.
Rannsóknir hafa sýnt að drengir sem alast upp hjá einstæðri
móður koma miklu ver út í lífið og falla miklu frekar út úr skóla
og þessháttar en stúlkur sem alast upp hjá einstæðri móður -
talið er að þetta sé vegna skorts á karlímynd hjá strákum í
uppvextinum og gæti því skírt margt um slakan námsárangur
drengja á grunnskólastigi. Mér finnst mjög skrítið hvað raddir
karlmanna í þjóðfélaginu heyrast lítið í þessum málaflokki og
að sumir karlmenn setji sig jafnvel upp á móti feministum
sem eru meðal annars að benda á þessi mál.

Ég hef einnig mjög miklar áhyggjur af viðhorfum ungra
drengja til kvennmanna þar sem vaxandi agaleysi í
grunnskólum og virðingarleysi fyrir kennurum er ótvírætt - og
þar sem flestir þessara kennara eru kvennmenn þá tel ég að
þetta gæti alið á virðingarleysi til kvenna yfir höfuð og einnig
viðhorf ráðamanna hjá hinu opinbera til þessa geira sem sést
best ef við lítum til lágra launa leikskóla- og
grunnskólakennara.

Annar mjög stór áhrifaþáttur eru ljósvakamiðlarnir þar sem
popp tíví annars vegar sýnir í miklum meirihluta myndbönd
sem eru mjög niðrandi fyrir kvenfólk, ég tel að þetta hafi bæði
áhrif á sjálfsvirðingu unglingsstúlkna og virðingu drengja til
stúlkna. Þar sem ég starfaði sem grunnskólakennari síðustu
tvo vetur þá get ég ekki séð betur en að viðhorf unglinga til
kynlífs sé orðið upp til hópa mjög brenglað og tel ég að þetta
hafi mikið breyst á síðustu 10 árum.

Ef við horfum á aðra hlið ljósvakamiðlanna þá sjáum við að
þær stéttir þjóðfélagsins sem eru hvað mest áberandi í
fréttum eins og t.d. alþingismenn eru með karlmenn í miklum
meirihluta í áhrifastöðum!!

Sjálfstæðismenn hafa rökstutt mál sitt vel og segja að jafnrétti
verði ekki náð nema hæfasti maðurinn sé ráðinn í starfið
burtséð frá kyni. Ég er sammála því að í fullkomnum heimi
væri þetta rétt en við búum því miður ekki við fullkomið jafnrétti
og þurfum því að grípa til aðgerða! Og það sem mér finnst
gleymast í rökstuðningi þeirra er það að val um hver er
hæfastur er oft afstætt og við verðum að viðurkenna að kynin
eru ólík og hafa oft sitthvora sýn á sama málinu og því er oft
ekki hægt að dæma hvort sé hæfara en hitt. Einnig tel ég mjög
mikilvægt að koma á algjöru jafnrétti kynjanna á alþingi og í
ríkisstjórn, ekki bara ungmennum til fyrirmyndar heldur
aðallega vegna þess að ég tel að alþingi eigi að vera spegill
þjóðarinnar og endurspegla vilja hennar - kvenna og karla.

Það er sem sagt ljóst að ég er hlynnt uppstillningum á listum
þingflokkanna og kynjakvótum í uppeldisgeiranum upp að
ákveðnu marki og að karlmenn séu sérstaklega hvattir til að
sækja um störf í þeim geira, ég er ekki að segja að ég krefjist
þess að hlutfall kynjanna verði alveg jafnt í þessum geirum
eða allaveganna ekki nærri strax, því enn eru svo fáir
karlmenn sem sína þessum störfum áhuga hvort sem það
séu launin sem hrekja þá frá eða skortur á
mjúkum-karfyrirmyndum, ég tel mikilvægt að jafna þetta út
smátt og smátt.


Kv. GBI