Morgunblaðið hafði afgerandi markaðshlutdeild og var konungur íslenskra blaða í áratugi. En með tilkomu Fréttablaðsins varð breyting þar á. Það mátti vart milli sjá, um tíma, hvort blaðið hefði vinninginn. Fyrir DV hallaði stöðugt undan fæti uns það endaði með gjaldþroti.
Bæði Mogginn og Fréttablaðið kepptu að því að eignast dánarbú DV. Að lokum hafði Fréttablaðið vinninginn.
DV var nú komið í hendur “óvandaðra manna”, sem ekki voru í náðinni hjá forsætisráðherra. Það eitt var alvarlegt mál þótt ekki kæmi annað til.
Þegar hér var komið fengu Sjálfstæðismenn hugljómun, settu á fót nefnd til að kanna eignarhald á fölmiðlum. Ekki galin hugmynd í sjálfu sér, en á þetta máttu þeir ekki heyra minnst á meðan Moggin hafði vinninginn.
Ef Mogginn hefði hins vegar fengið dánarbú DV, og það komist í eigu “réttra aðila” þ.e.a.s. “góðu gæjanna” er næsta víst að Sjálfstæðismenn hefðu ekki fengið umrædda hugljómun og engan áhuga því haft á, að kanna þetta með eignarhaldið.
“Enda ekki ástæða til, ekki ástæða til, málið er í góðum farvegi, góðum farvegi!” Hefði ónefndur án efa sagt.
Lotti.
Lotti: þú slítur málið alveg úr samhengi.
það er verið að kanna eignarhald á fjölmiðlum. Síðan hvenær hefur mbl átt amk 2 blöð nokkrar útvarpsrásir og 2 sjónvarpsrásir?
Fréttablaðrið (baugstíðindi) eru auðvitað með afgerandi markaðsaðild af því að fólk fær það í póstkassann sinn hvort sem því líkar betur eða verr. Maður þarf að gerast áskrifandi af mogganum.
Gagnrýnin á ritstjórn fréttablaðursins hefur einkum falist í þeim fréttum sem þeir kjósa ekki að birta, en það er ekki undarlegt að ríkisstjórnin hafi áhyggjur af því að það veldi sem hefur amk 80% af matvælamarkaði sé líka komið með afgerandi stöðu í fjölmiðlaheiminum. Fyrir það fyrsta er 80% markaðshlutdeild eiginlega einokun, því það skiptir ekki máli hvaða verð þeir eru að bjóða, viðskiptavinurinn getur bara valið aðra baugsverslun :S. Úrvalið er hverfandi.
Menn meiga ekki týna sér svona í pólitíkinni að þeir sjái ekki aðalatriðin.
Þetta rugl þitt um DV er náttúrulega galið því DV er deyjandi blað og mundi að öllum líkindum draga fréttablaðið með sér ef það væri ekki “ríkis”styrkt af baugi. Og ef fréttablaðið hefði ætlað að gera sér eitthvað með DV, hvað eru þeir þá að ráða Illuga sem ritstjóra, djísus kræst. Það er ekki hægt að taka það blað alvarlega.
Sorry lotti ef ég hef misboðið þér, en þetta er mín skoðun.
0
Á grein þinni er ljóst að “gagnrýnin hugsun” hefur löngum verið lögð í einelti af fámennu valdadkíku Davíðs.
Eins og brandarinn segir: Hvers vegna er ekki gefið út frímerki með mynd af Davíð Oddsyni? Vegna þess að Sjálfstæðismennirnir vita ekki hvora hliðina á að sleikja!
Nú hlutlaus aðili rannsakaði fyrir síðustu kosningar hlutlægni fréttamiðla.
Morgunblaðið og DV voru með verulega hægri slagsíðu og upphrópanir og stífan áróður(blekkingar).
Fréttablaðið kom hins vegar vel út og Stöð 2.
Er ekki kominn tími til að fólk hætti að vera með pólitískt áróðursbull og fari að líta á hlutina eins og þeir eru??
0
Ég er alveg sammála þér með að það er löngu kominn tími til að fólk hætti að vera með pólitískt áróðursbull og fari að líta á hlutina eins og þeir eru.
Málið er að mér finnst það EKKI rétt að fyrirtæki (hvaðan sem þau koma) komist upp með 80% markaðshlutdeild, nú veit ég ekki nákvæmlega hvað það er hátt en minnir að ég hafi heyrt tölur í kring um þetta. Svo þegar sama samsteypa rekur þar af auki 2 dagblöð og 2 sjónvarpsrásir auk nokkrra útvarpsstöðva.
Markaðurinn er það lítill að þetta er verulega stór hluti af geiranum.
Sumir kunna að segja að þetta sé bara fylgifiskur kapítalismans og barn frelsisins. En ekki má gleyma því sem (alan smith?) sagði að frelsi einstaklingsins nær svo langt sem það skerðir ekki frelsi annarra.
Ég skil ekkert í að samkeppnisstofnun gerir ekki neitt í þessum málum.
Varðandi hægri slagsíðu á mbl og DV leyfi ég mér að efast (sérstaklega varðandi mbl). Hver var annars þessi “Óháði” aðili?
Ef þú ert að tala um hægri slagsíðu á leiðurunum, þá efast ég um að einhver nenni að lesa þá og enn færri taka mark á þeim.
0
Mig langar að minna á að í einu stærsta deilumáli þjóðarinnar á síðustu 10-15 árum, kvótamálinu var Morgunblaðið í fullkominni andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Ég er ekki þar með að halda því fram að stefna Mbl. hafi ekki almennt verið hægra megin við miðju en fullyrðingar um að það hafi verið málpípa einhvers eru alveg út í hött.
Ég fyrir mitt leyti treysti ekki fréttum í blaði sem er eingöngu háð fjárframlagi eiganda og auglýsenda. Það gefur auga leið að slíkt blað birtir ekki fréttir andstæðar hagsmunum þeirra aðila.
Blað sem hefur tekjur frá áskrifendum hefur mun meira svigrúm til að birta fréttir án þess að kanna nákvæmlega fyrst hverjum þær gætu komið illa.
0
Bíddu nú hægur, hvað stefnu sjálsfstæðisflokksins í kvótamálinu? Það er ekki einhugur um þá stefnu innan Sjálfstæðisflokksins, nægir þar bara að nefna þingmenn flokksins sem koma úr kjördæmum með hefðbundnum sjávarbyggðum, eins og t.d. á Vestfjörðum.
Afhverju á síðan blað sem hefur tekjur frá áskrifendum að hafa meira svigrúm en það sem hefur það frá auglýsendum? Stærsti hluti áskrifenda mbl. eru íhaldsmenn og skrif sem eru fjarri íhaldsstefnunni hafa lítið þol gagnvart reiðum áskrifendum.
Hef lengi furðað mig á sauðahætti sjálfstæðismanna að geta ekki haft sjálfstæðar skoðanir á hlutunum heldur lepja þeir delluna upp eftir foringja sínum algjörlega umhugsunarlaust.
Ástæða þess að við hljótum að setja spurningarmerki við margmiðlunarveldi Baugs eru ekki pólitísks eðlis heldur viðskipalegs, það er mun alvarlegra og erfiðar viðureignar. Þarna er í einni sæng stærsti tónlistarútgefandi landsins og stærsti tónlistastöðvarekandinn. Þetta fer illa saman, þar sem helsta auglýsing tónlist er síbilja hennar í útvarpi og ekki síður í sjónvarpi. Af þessu ber að hafa miklu frekar áhyggur en pólitískri slagsíðu fréttaskrifa. Sem er minni en t.d. mbl. og DV á sínum tíma ef marka má rannsókn sem nemdur í stjórnmálafræðum gerðum eftir síðustu kosningar.
M.
0
Ég meinti þá opinberu stefnu sem flokkurinn fylgdi og framkvæmdi í útfærslu kvótakerfisins. Víst er það rétt að margir sjálfstæðistmenn, þar með talið margir á Mbl. fylgdu henni ekki.
“…Hef lengi furðað mig á sauðahætti sjálfstæðismanna að geta ekki haft sjálfstæðar skoðanir á hlutunum heldur lepja þeir delluna upp eftir foringja sínum algjörlega umhugsunarlaust.
…”
Varstu ekki einmitt sjálfur að taka undir að sjálfstæðismenn hefðu sjálfstæðar skoðanir tveimur málsgreinum fyrr?
“…Stærsti hluti áskrifenda mbl. eru íhaldsmenn …” - Ég vissi ekki að þeir væru svona gríðarlega margir.
Mér finnst það bara gefa auga leið að blað sem hefur tekjur frá áskrifendum er líklegra til að þjóna þeim heldur en blað sem er kostað af fjármagnseigendum.
0
i386:
Þetta er nú þetta sem átt er við með sauðhætta, að hafa skoðun sem menn tuldra ofan í barm sér, en fylgja síðan forystunni eins og sauðir, jarmandi einum munni :)
Gagnrýni mín á mbl. felst í því að skoðanir þess eru ekki samkvæmar sjálfum sér. Virðing þess hefur sett ofan þar sem skoðun þeirra í dag virðist fyrst og fremst byggjast á eigin viðskiptahagsmunum, en hefur lítið með blaðamennsku að gera.
Ég átta mig ekki alveg á afhverju áskriftarblað sé sjálfgefið heilla í sínum málflutningi en blað sem er fjármagnað eftir öðrum leiðum. Sjálfur er ég ekki áskrifandi að neinu blaði, fréttirnar sem ég fæ eru fyrst og fremst af netinu og ljósvakamiðlum. Svæðismiðlar eru sérstaklega gagnlegir Mér líkar ágætlega við fréttablaðskonseptið en það byggir að mörgu leiti á nethugsuninni.
Varðandi skoðanaskipti þá les pólitísku vefinu og spjallvefina og bloggið. Í sjálfu sér er allt þetta framboð nægjanlegt til að fá heillega mynd af því sem er að gerast í samfélaginu. Held því að nær sé að skoða fjölmiðlun á Íslandi en hinu úrelta sem tekur bara mið af prenti og ljósvaka.
M.
0