,,Megin þorra landsmanna finnst það rétt að það EIGI að borga til þeirra. Þeim finnst það ekki rétt að sumir sem vel geta borgað borgi ekki bara af því að þeir tíma því ekki. Þetta á að vera skylda, ekki valfrjálst rétt eins og það að virða lögin á að vera skylda, ekki valfrjálst. Þetta er það sem mér og megin þorra landsmanna finnst.´´
Þetta EIGI orð hjá þér er nokkuð teygjanlegt. Það er rétt að megin þorra landsmanna finnst að siðferðislega ættu allir að veita þeim sem minna mega sín aðstoð. Hins vegar er megin þorri landsmanna á móti því að vera neyddur til að gera eitthvað. Það að neyða einhvern til að gera eitthvað er ofbeldi og ofbeldi er ólöglegt.
,,Og auk þess, ef sumir borga ekki þá fara þeir sem borga að hugsa: “Af hverju ætti ég að borga ef hann gerir það ekki” og “Minn hluti er bara dropi í hafið. Ég get því alveg eins sleppt því að borga.”´´
Af hverju ættu þeir sem borga ekki frekar að segja:,, Af hverju er ég ekki að borga hann er að borga?´´ Og eins og áður sagði þá er mikill meirihluti landsmanna sem vill styðja við bakið á efnaminna fólki. Þetta breytist ekkert þó þeim sé gefið val hverja þeir styðji. T.d. ef af einhverjum ástæðum finnst fólki krabbameinssjúkir eiga einstaklega bátt þá ættu þeir að mega gefa þeirra góðgerðasamtökum allt sitt framlag.
,,Það getur vel verið, en áhyggjurnar sem ég hef eru þær að það verði ekkert fjármagn til að skila sér eitt eða neitt.´´
Við frjálsræðisskipulag margfalda þegnarnir tekjur sínar á tiltölulega fáum árum. Þetta veldur því að þeir hafa meira á milli handanna sem aftur veldur því að þeir hafa meira fjárhagslegt svigrúm til að styðja við bakið á þeim sem minna mega sín.
,,Já, en það eru skattar í frjálshyggjukerfi. Ertu viss um að fólk muni ekki þegar á líður finnast það hafa gert sitt þegar það hefur borgað þá? Ég er nefnilega ansi hræddur um það. Af hverju heldurðu td að fólk gefi ekki meira til þróunarlandana. Fólk veit að skattarnir sínir fara ekki til þeirra en samt borgar það almennt sáralítið til þeirra.´´
Skatturinn fer einungis í að borga fyrir löggæslu, landvarnir, dómsvald og löggjafarvald. Þetta vita þegnarnir og því líta þeir á það sem siðferðislega skyldu sína að hjálpa náunganum. Þannig myndast meiri kærleikur við frjálshyggjuskipulag og meiri nánd milli gefanda og þiggjanda.
,,Ég veit nú ekki með þig en ég fæ litla vellíðun út úr því að gefa burt þá peninga sem ég hef unnið mér inn. Það eru kannski einhverjir sem fá eitthvað kick út úr því að gefa til góðgerðarmála, en ég efa það að þeir séu allt of margir.´´
Ég veit að það eru margir. Það sést best á því hversu gaman fólki þykir að gefa hvort öðru góðar gjafir, sælla er að gefa en þiggja. Auðvitað verður maður ánægður með það að geta hjálpað náunganum og ef þú finnur ekki til þeirra kennda segir það ansi mikið um þig. En í frjálshyggjuskipulagi er líka pláss fyrir fólk eins og þig. Þín manngerð er ekki þvinguð til að gefa því við frjálshyggjumenn teljum það vera ofbeldi, sem það er. Frjalshyggja er stefna umburðarlyndis gagnvart fólki og þeirra skoðunum.
,,Auk þess er það vel þekkt að þeir sem eiga meiri pening hafa meira til að fjárfesta og geta skapað sér enn meiri pening. Það þýðir að þeir sem fá ekkert út úr því að gefa og gera það því ekki, munu eiga hlutfallslega mun meira en hinir. Sem þýðir að auðurinn safnast til þeirra sem gefa ekki. Og það ýtir síðan enn frekar undir “Af hverju ætti ég að gefa ef hann gefur ekki” hugsunina.´´
Þú talar um “auðinn” eins og hann sé einhver ákveðinn þekkt stærð. Það er rangt! Í þjóðfélögum eru sífellt að verða til meiri peningar. Ef fólk er duglegt að fjárfesta þýðir það að það sé kraftur í atvinnulífinu og efnahagur fyrirtækja blómstra. Þetta veldur síðan fleiri störfum sem þýðir minna atvinnuleysi sem þýðir minni fátækt. Auk þessa þýðir þetta aukin hagvöxt sem þýðir aukna framleiðslu gæða sem leiðir af sér aukin lífsgæði. Grundvallar þjóðhagfræði.
,,Meiningin bak við þetta er sú að fátæk börn svelti ekki osfrv. ekki sú að fólk fái eitthvað kick út úr því. Það er gott og vel ef fólki líður vel við það að gefa, en meiningin bak við skatta er ekki sú að láta þessu fólki líða vel, heldur sú að tryggja það börn svelti ekki osfrv. Ef það vill síðan gefa frekar til að líða vel þá er því velkomið að gera það.´´
Það er einmitt hugsunin á bakvið þetta. Fólkinu sem gefur líður vel af því það veit að þiggjandinn á ekki eftir að svelta. Þannig að það er í raun gefið til að hjálpa náunganum en af því leiðir vellíðan og hamingja fyrir báða aðila.
,,Hvað ef ég segi td að algjört frelsi sé fullkomið frelsi?´´
ALgjört frelsi er ekki fullkomið þar sem það hefur svo stóra galla og er þversagnakennt. Kallaðu þetta bara frjálshyggjufrelsi sama er mér.
,,Já, ég er alveg 100% viss um að ef hinir hrikalegu skattar væru lækkaðir þá myndu fyrirtækin sem reka verksmiðjur í fátækum löndum og borga fólkinu þar eins lítið og þeir komast upp með hækka launin þeirra upp úr öllu valdi. Alveg 100% viss.´´
Hver er punkturinn?
,,En segjum að hið ómögulega gerist og fyrirtækin geri það ekki. Það er reyndar svo fjarstæðukennt að ég get varla hugsað mér það. Þá væri fjármagn til góðgerðarmála strax mun minna og auk þess færi meðaljóninn að hugsa um það af hverju hann ætti að vera að gefa ef fyrirtæki sem skila milljarðahagnaði gera það ekki.´´
Skil hvorki punktinn né hugsunina á bakvið þetta, ef það var nokkur.
,,farið inn á Huga og ef hin hrikalega ósanngirni sem býr að baki sköttum sem fara til góðgerðarmála er ennþá ofarlega í huganum á þér þá fyrst skal ég fyrst taka þig alvarlega.´´
Þetta er einmitt gott dæmi um af hverju ég ætti að hætta að tala við þig. Þú getur aldrei sleppt því að koma með einhver komment alveg út úr kortinu og síðan ertu svo svakalega fastur á þinni skoðun að þú neitar að viðurkenna grundvallar hagfræði.
“Hins vegar er megin þorri landsmanna á móti því að vera neyddur til að gera eitthvað. Það að neyða einhvern til að gera eitthvað er ofbeldi og ofbeldi er ólöglegt.”
Þannig að ég þarf sem sagt ekkert að borga fyrir löggæslu, landvarnir, dómsvald og löggjafarvald? Því ef ég þarf þess þá er verið að neyða mig til að gera það og það að neyða einhvern er ofbeldi og ofbeldi er ólöglegt.
“Af hverju ættu þeir sem borga ekki frekar að segja:,, Af hverju er ég ekki að borga hann er að borga?´´”
Kannski af því að þeir eru uppteknir við það að græða meira og er alveg sama þótt einhverjir aular sói peningunum sínum.
“Þetta breytist ekkert þó þeim sé gefið val hverja þeir styðji”
Það er ekki það að ég hafi áhyggjur af því, heldur að þeim sé gefið val um það hvort það styðji eitthvað yfir höfuð. Tökum mig sem dæmi. Ég efa það að ég myndi gefa neitt ef ég þyrfti þess ekki. Mitt framlag væri bara dropi í sjóinn og sjórinn hefur nóg af öðrum dropum.
“Skatturinn fer einungis í að borga fyrir löggæslu, landvarnir, dómsvald og löggjafarvald. Þetta vita þegnarnir og því líta þeir á það sem siðferðislega skyldu sína að hjálpa náunganum.”
Já, en fólk veit að skattarnir sínir fara ekki til þróunarlandanna. Af hverju gefur það þá ekki til þeirra?
“Ég veit að það eru margir. Það sést best á því hversu gaman fólki þykir að gefa hvort öðru góðar gjafir, sælla er að gefa en þiggja.”
Þegar fólk gefur gjafir þá er það langoftast til sinna (sbr. sig og sína, sem frjálslyndir jafnaðarmenn reyna bara að fá sem mest út úr kerfinu fyrir.) en þegar söfnunarbaukar fyrir einhverja sem virkilega vantar peninginn koma inn á heimilið þá enda þeir gjarnan í ruslinu. Og það er þótt fólk viti að skattarnir sínir ná ekki til þessa fólks.
“En í frjálshyggjuskipulagi er líka pláss fyrir fólk eins og þig.”
Og ekki nóg með það, heldur er beinlínis hagkvæmt að vera eins og ég. Og ef það er hagkvæmt að vera eins og ég þá verður smátt og smátt fleira og fleira fólk eins og ég.
“Þín manngerð er ekki þvinguð til að gefa því við frjálshyggjumenn teljum það vera ofbeldi, sem það er.”
Er það ekki ofbeldi að refsa fólki sem stelur? Jafnvel þótt þeir séu ekki að beita neinn annan neinu sem þeir líta á sem ofbeldi. Þeir líta kannski bara á eignarréttarreglurnar sem frelsisskerðingu, sem þær eru. Og kannski finnst þeim frelsisskerðing röng.
“Frjalshyggja er stefna umburðarlyndis gagnvart fólki og þeirra skoðunum.”
Flestar frjálslyndar stjórnmálastefnur eru stefnur umburðarlyndis gagnvart fólki og þeirra skoðunum, hvort sem þær eru hægri eða vinstri stefnur. Það er bara hluti af því að vera frjálslyndur. Er ég td að banna þér að vera frjálshyggjusinni?
“Þú talar um ”auðinn“ eins og hann sé einhver ákveðinn þekkt stærð. Það er rangt! Í þjóðfélögum eru sífellt að verða til meiri peningar. Ef fólk er duglegt að fjárfesta þýðir það að það sé kraftur í atvinnulífinu og efnahagur fyrirtækja blómstra. Þetta veldur síðan fleiri störfum sem þýðir minna atvinnuleysi sem þýðir minni fátækt. Auk þessa þýðir þetta aukin hagvöxt sem þýðir aukna framleiðslu gæða sem leiðir af sér aukin lífsgæði. Grundvallar þjóðhagfræði.”
Ég er ekki að neita þessari grundvallarhagfræði, en hún virkar líka þannig að peningar þeirra sem eiga mest aukast hraðast og þeirra sem eiga minnst aukast hægast. Það er hagvöxtur í gangi á Vesturlöndum þótt það séu velferðarkerfi þar líka. Þetta er það sem ég vil, stækka kökuna en samt gera hana jafnari.
Og hvað með td Bandaríkin? Þar eru skattar lágir og þar af leiðandi mikill hagvöxtur. En samt er fólk þar sem býr á götunni eða við ömurlegar aðstæður. Af hverju gefur fólk þar ekki meira til þessa heimilislausa fólks fyrst það veit að skattarnir þeirra tryggja þessu fólki ekki betri aðstæður?
“Það er einmitt hugsunin á bakvið þetta. Fólkinu sem gefur líður vel af því það veit að þiggjandinn á ekki eftir að svelta. Þannig að það er í raun gefið til að hjálpa náunganum en af því leiðir vellíðan og hamingja fyrir báða aðila.”
Og hvað ef fólki sem líður vel af því að gefa fer fækkandi? Hvað ef fólki sem er mun meira upptekið af eigin hagsæld en hagsæld einhvers ókunnugs fólks sem það hefur aldrei hitt fer fjölgandi?
“Hver er punkturinn?”
Ég var að draga það í efa að fyrirtækin sem borga starfsmönnum sínum eins lítið og hægt er myndu fara að borga til góðgerðarmála þótt þeir þyrftu ekki að borga háa skatta.
“Skil hvorki punktinn né hugsunina á bakvið þetta, ef það var nokkur.”
Punkturinn er sá að ef fólk sér að þeir sem eiga mest gefa minnst þá fer það að efast um tilganginn með eigin framlagi þar sem það er svo lítið í samanburði við það sem þeir sem eiga mest gætu gefið.
“Þú getur aldrei sleppt því að koma með einhver komment alveg út úr kortinu”
Ég var bara að svara spurningunni þinni. Þú spurðir hvað ósanngjarn eignarréttur væri og ég svaraði.
“og síðan ertu svo svakalega fastur á þinni skoðun að þú neitar að viðurkenna grundvallar hagfræði.”
Ég var ekkert að neita henni. Ég var að draga siðferðið bak við frjálshyggjukerfið í efa, ekki að neita hagfræðinni bak við það.
0