Ég verð að taka undir það hjá þér hobbits að svo virðist sem ábyrgðartilfiningu unglinga sé að verða ábótavant. Það eru nokkð mörg ár síðan ég var unglingur og nú gæti ég verið faðir unglings, en samt finnst mér það umhverfi sem unglingar lifa við í dag mun verra en áður. Það eitt, að líta á einstaklinga undir 18 ára sem börn, sýnir ekkert annað en virðingarleysi í garð þeirra sem eru að vaxa úr grasi, þroskast og undirbúa sig fyrir lífið. Ég vildi ekki hafa misst af þeirri reynslu og þekkingu sem ég upplifði á mínum unglingsárum, né því trausti sem mér var sýnt nánast frá fermingu. Ég tel þessa þróun vera ranga, þar sem er verið að kenna ungu fólki að vera meira háð öðrum, lengra inn í lífið en nokkrum einstaklingi er holt.
Vissulega er meira um “hættur” í því þjóðfélagi sem við búum við í dag, en fyrir 10-20 árum síðan, en engu að síður verða hætturnar ekkert minni né fjarlægari þótt svo sjálfræðisaldur sé hækkaður. Ef einlægur vilji er hjá unglingi til að gera eitthvað af sér (drekka, neyta fíkniefna eða hvað svo sem allt þetta slæma er) þá gerir hann það. Það sem þjóðfélagið á að gera er að fræða unglingana með réttum upplýsingum, segja þeim sannleikann í stað þess að fylla þá með bulli, ótta og kjaftæði. Unglingar ERU fólk, hvernig sem á það er litið, bara fólk sem er enn að læra og ÞARF að læra af mistökunum.
Smá í framhjáhlaupi: Sveitafélög eða ríki geta ekki sagt foreldrum hvernig þau ala upp sín börn, heldur koma þessir aðilar með leiðbeiningar, eins og t.d. útivistatíma og áfengislöggjöf, til að segja foreldrunum hvað “ríkið ætlast til” að þeir fylgi. Ef foreldri leifir sínum unglingi að vera úti lengur, drekka eða hvað svo sem það gæti verið, getur ríkið sem slíkt ekki bannað það, en unglingurinn verður að vera í umsjón forráðamanns. Sú krafa sem Hafnarfjarðarbær gerði nú um þessi áramót sýnir meira þann hroka og yfirgang sem þetta fólk hefur gagnvart unglingum og er það sjálft eflaust búið að gleyma sínum unglings áramótum. Þetta fólk ætti að skammast sín fyrir að sýna stórum hópi verðandi skattgreiðenda mikinn og óafsakalegan hroka. Svei þeim!