Ég sendi þetta svar við grein sem kom hérna áður, en mig langar til að gera þetta svar að sjálfstæðri grein (eða sjálfstæðum korki ef hún endar þar) til að vekja athygli á máli mínu, og til að mótmæla þeim fullyrðingum hægrimanna um að Samfylkingin sé að færast yfir til hægri til að herma eftir Sjálfstæðisflokknum með allar hans gáfulegu stefnur.

Það er bara bull að halda því fram að Samfylkingin eigi eftir að verða hægri sinnuð og eitthvað svona rugl.
Samfylkingin var stofnuð af þremur flokkum, Alþýðuflokknum, Alþýðubandalaginu og Kvennalistanum. Fyrir jafn nýjan flokk úr þremur jafn misjöfnum flokkum var auðvitað erfitt að búa til heildstæðan stefnupakka þarsem öllum var gert sæmilega jafnmikið til geðs. Það fór enda svo að róttæki hluti Alþýðubandalagsins klauf sig frá flokknum og stofnaði Vinstri Græna. Og Samfylkingin galt afhroð í kosningunum '99 með eitthvað um 27% fylgi (minnir mig) sem var minna fylgi en stofnflokkarnir höfðu fengið samanlagt áður en þeir sameinuðust.
Vinstri Grænir unnu kosningasigur með því að fá 10% atkvæða sem var meira en þeim hafði verið spáð, og Sjálfstæðisflokkurinn fékk yfir 40%.
Þegar maður pælir í því hvað fór úrskeðis þá er það einkum tvennt:
Þá skorti sterkan leiðtoga, sem aðrir flokkar höfðu vissulega
og
Þeir staðsettu sig ekki nógu langt til vinstri fyrir róttækustu Alþýðubandalagsmeðlimana þannig að þeir misstu þann hluta yfir til Vinstri Grænna, en staðsettu sig of langt til vinstri fyrir fylgismenn þess miðjuflokks sem Alþýðuflokkurinn hafði verið. Þar með misstu þeir atkvæði miðjuflokksins frekar til hægri eða til Framsóknarflokksins.

Nú hins vegar er eðlilegt að umbætur séu gerðar á flokksskipulaginu; Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur vissulega mikla leiðtogahæfileika (Íhaldsmannaskelfirinn mikli!) og mun vonandi verða næsti forsætisráðherra.
Og það er líka eðlilegt fyrir flokkinn að vilja færa sig aðeins nær miðjunni, þarsem fleiri kjósendur staðsetja sig þar heldur en nær vinstri. Það hefur ekkert með Sjálfstæðisflokkinn eða hans áhrif að gera.

Ég held að Samfylkingin eigi framtíðina fyrir sér þótt það sé ennþá byrjendabragur yfir starfsemi hennar.
Ég tel kjósendur nógu skynsama til að átta sig á því að Íhaldið gefur sig út fyrir að hafa vinstrisinnaðar stefnur rétt fyrir kosningar til þess að ná atkvæðum þeirra án þess að hafa vilja til að gera eitthvað í því
Kveðja, eaue