Jú ég varð að svara þessu… þetta svar fer alveg svakalega í taugarnar á mér. Ok fyrir það fyrsta kennir þú ekki 40 ára gömlum manni sem er að fela sig fyrir þér að lesa sama hvort það sé í Evrópu eða Ameríku.
,,Og hver segir að heilbrigðiskerfið sé í molum á Íslandi til dæmis´´ Hver var að tala um Íslenska heilbrigðiskerfið? Vorum við ekki að bera saman Kúbverskt og Bandarískt heilbrigðiskerfi? Ég hef allavega aldrei sagt að við höfum slæmt heilbrigðiskerfi hér á landi þvert á móti veit ég að það er eitt af þeim bestu í heimi. En betur má ef duga skal. Einkavæðing getur valdið aukinni hagkvæmni í rekstri, hagkvæmni sem enginn hvati er að í núverandi kerfi. Athugaðu það að nú er ég ekki að segja að það eigi bara að selja alla spítala í einum grænum, það þarf að gera þetta hægt, byrja t.d. á að bjóða út rekstur einstakra deilda ( sem hefur reyndar verið gert ) og því næst selja deildirnar.
,,Og annað að bera saman 90000 og 100000 er áhæft [ óhæft?] með öllu í þessu samhengi þegar fólk í BNA þarf að lifa á miklu verri kjórum í láglaunavinnu en maður mað atvinnuleysisbætur á íslandi.´´
Þetta var ekki punkturinn. Það sem ég var að spyrja þig að er, hvort þú viljir með setningu lágmarkslauna banna fólki sem er tilbúið að vinna fyrir minna að gera það? Ef við gefum okkur t.d. að í BNA séu lágmarkslaun sett 100.000 krónur en til er fólk sem er tilbúið að vinna fyrir minna, skilurðu nú spurninguna? En síðan er náttúrulega óhæft að bera saman laun í krónum hér á Íslandi og laun í krónum í BNA, þú verður að bera saman hvað er hægt að kaupa fyrir þessar krónur. Ég get alveg sagt þér það af eigin reynslu að maður getur vel lifað á 2-5$ á dag í mat. Þetta eru ekki nema 160-400 krónur hér heima, það er varla fyrir kartöflupoka.
,,Þessum tölur sem þú nefnir um meðal laun eru röng með öllu því úttektir ríkisins á svon hlutum er fifaðar til eins og ekkert sé og einungis þeir sem hafa ágæt laun tekin til greina.´´ Þetta eru náttúrulega heildarþjóðartekjur deilt með fólksfjölda. Það er ekkert hægt að “fiffa” heildarþjóðartekjur án þess að einhver taki eftir því. Auk þess eru þetta tölur sem eru viðurkenndar á alþjóðavettvangi. Það er bara eitt í rauninni sem mig langar að segja núna og það er tilvitnun í einhvern semi frægan gaur:,, Það er ekkert jafn pirrandi og þegar maður er búinn að vera að rökræða við mann lengi þegar maður skilur loks að þetta snýst ekki um skilning hans, heldur vilja. Hann vill ekki skilja.´´
,,vinnumennirnir til jafns við forstjóran.´´ Þetta er bara bull. Heldurðu að forstjórinn gæti ekki t.d. raðað á færiband? Jújú, auðvitað hver getur það ekki? En heldurðu að heimskur verkamaður geti stjórnað, kannski, 200.000 manna fyrirtæki eins og General Motors?
,,farðu í fátækrahverfi BNA og segðu þeim það sem þú segir við mig.´´ Ertu sem sagt að segja að það sé eðlilegt að móðgast yfir því að þurfa að vinna fyrir sér? Þetta er bara staðreynd sem blasir við flest öllu fólki frá því það byrjar að tala, læra, hreyfa sig og hugsa. Lífsbaráttan er allt í kringum okkur.
Ekki segja mér síðan að þú dragir alla þína þekkingu úr bíómyndum!? Lestu frekar bækur á borð við Capitalism & freedom ( Milton Friedman), The machinery of freedom ( Dave Friedman), Auðlegð þjóðanna ( Wealth of nations, Adam Smith), The richer way ( Julian Richer) og nokkrar bækur í grundavallar hugtökum hagfræði á borð við: Rekstrarhagfræði fyrir framhaldsskóla ( Helgi Gunnarsson ) og Þjóðhagfræði 103 ( Inga Jóna Jónsdóttir). Ég þarf heldur ekkert að fara til Kúbu til að vita það að fólkið rétt skrimtir. Ég þarf ekki að fara til Kúbu til að vita að þar er einstaklingsfrelsi fótum troðið. Ég þarf ekki að fara til Kúbu til að vita af hrörlegum húsum, eldgömlum bílum og því að önnur hver kona er vændiskona.