Fyrir nokkrum árum tók ríkisstjórnin upp á því að koma á hátekjuskatti. Það áraði víst eitthvað illa og það var víst vinsælla að setja auka tekjuskatt á “hátekjufólk” frekar en að skattpína “lágtekjufólk”, eða hvað maður á nú að kalla það.
Því miður er heimurinn flóknari en þingmönnum okkar dettur í hug. Þetta virðist nú einfalt við fyrstu sýn. Ef á að setja “tímabundinn” aukaskatt þá skattleggja menn bara hina ríku sem þurfa ekki á öllum þessum peningum að halda og láta peningana í einhver þjóðþrifamál í staðinn. Not so:
AUÐUR ER EKKI SAMA OG TEKJUR. Hátekjuskattur lendir ekki á hinum “ríku” því þeirra auður liggur oftast á bankareikningum og í eignum, langt frá armi skattmanns. Hinir virkilega ríku eiga einnig auðvelt með að flytja “auðinn” til lúx eða bermúda ef skattmann gerist of kræfur.
@@@@@@@@@
HÁTEKJUSKATTURINN LEGGST Á MEÐALJÓNA. Maður er ekki nauðsynlega “ríkur” eða “tekjuhár” þótt maður slefar yfir 300 kallinn. 3-500 kall er algeng laun fyrir fólk sem hefur eytt mörgum árum í nám og vinnur eins og brjálað til að koma sér upp húsnæði og fæða börnin.
@@@@@@@@@
HVER ER “RÍKUR” OG HVER ER “FÁTÆKUR”. Það er erfitt fyrir skattmann að stuðla að jöfnuði með því að skattleggja hina “ríku” sérstaklega. Eins og ég hef sagt eru tekjur og auður ekki það sama. Einnig verða langoftast miklar breytingar á högum fólks eftir því sem tíminn líður og það er sama hvaða viðmið er nú notað. Yfirleitt er ungt fólk í fátækara kantinum, sérstaklega ef auður er miðaður við eignir, því það er sjaldgæft að fólk undir 30 eigi skuldlausa íbúð. Nær allir sem fara í nám verða “fátækir” eftir öllum skilmerkjum því þeir safna bara skuldum og hafa nær engar tekjur en bæta sér það oft upp með góðum tekjum eftir nám (og lenda í hátekjuskatti strax). Þeir sem hella sér út í fyrirtækjarekstur hafa æði misjafnar tekjur og geta verið bláfátækir og orðið ríkir stuttu síðar og/eða öfugt. Fólk giftist og tapar/græðir á því. Fólk deyr og fátækir erfingjar verða ríkir. Fólk getur misst heilsuna og þá hrapa flestir í tekjum. Ég fullyrði að miklar breytingar á efnahag fólks sé reglan frekar en undantekningin.
Og pointið er; af hverju að skella hátekjuskatti á manneskju ef það er ógerningur að vita hvort viðkomandi sé á leiðinni að verða milli, fátæklingur eða eitthvað þar á milli.
@@@@@@@@@
KALIFORNÍU LEXÍA. Þegar vel árar lenda margir í hátekjuskatti og það sem betra er, þeir kvarta kannski ekki svo mikið því þeir hafa það svo gott í góðærinu. Ríkið græðir heilmikið á hátekjuskatti í góðæri og eins og vera ber, eyðir öllum sínum tekjum. Hvað gerist síðan í harkalegri niðursveiflu. Tekjur ríkisins snarminnka og í meira mæli en sem mætti búast við með flötum skatti. Þetta var sem gerðist í kaliforníu og viðskiptahallinn sem skapaðist var einmitt það sem kom arnold í embætti ríkisstjóra. Þarf ég að minnast á að það er ekki gott að vera “fátækur” í kaliforníu þessa daga og “hátekjuskatti” að miklu leiti um að kenna.
baráttukveðjur
Willy