Þetta er eitthvað það heimskulegast sem komið hefur frá Menntamálaráðuneytinu. Ég hélt að Björn Bjarnason gæti dottið það í hug að tölvur eru notaðar í annað en að “stela” frá tónlistarmönnum, nefnilega í gagnavinnslu, spilun tölvuleikja, skrifa inn á Hugi.is, geyma fjölskyldualbúmið og fleira.
Er þetta ekki fullmikil græðgi í STEF? Það hefur aldrei verið sannað að sala minnki mikið með tilkomu tölvutækninnar. Er ekki nóg að þeir blóðmjólki þá sem kaupa tómar kassettur og videospólur? Þeir eru hvort sem er að rukka STEF-gjöld af útvarpsstöðvum.
Hvað heimta þeir næst? Á ekki að bæta við 30 króna aukagjaldi á hverja mínútu sem töluð er í símann, því mp3 lög eru tekin í gegnum símalínur. Og hvað með hátalara? Við notum jú hátalara við að hlusta á þessa “ólöglegu tónlist”.
Guð forði okkur frá því að tölvufyrirtækin stofni BITE og fari að heimta BITE gjöld aukalega af öllum gögnum sem eru sett inn á tölvurnar.
Það getur verið að tónlistarmenn séu allir svona rosalega fátækir, en flestir sem downloada tónlist af netinu enda á því að kaupa sér diskinn, alveg eins og þeir sem hlusta á útvarp og líkar það sem þeir heyra kaupa diskinn.
Everything that is really great and inspiring is created by the individual who can labour in freedom. - Albert Einstein