Ég hlýddi á Stefán Jón Hafstein tjá sig í Íslandi í dag um kosningamál í kosningunum síðustu, þar sem sá hinn sami kvað flokk sinn hafa verið óviðbúinn hinni miklu umræðu er varð um sjávarútvegsmál.
Fremur óvenjuleg yfirlýsing en það að flokkurinn hafi verið svo óviðbúinn, hlýtur að hluta til að skrifast á kostnað talsmanna þeirra er flokkurinn ákvað að setja í eldlínuna, varðandi undirbúning þeirra hinna sömu í fleira en menntamál.
Jafnframt taldi hann að umræðu um heilbrigðismál hefði hvergi verið að finna í kosningabaráttunni en nú ætlaði flokkur hans að taka á þeim málum og ræða með yfirskriftinni “ einkarekstur í heilbrigðisþjónustu ”.
Þar er rætt um m.a. markaðslausnir líkt og slíkar lausnir séu ekki til staðar nú þegar í þjónustu þessari sem hluti flokksmanna í flokki hans hefur átt mjög stóran þátt í að móta, í hinni hálf ríkisreknu og hálfeinkavæddu þjónustu sem er sambland af slíkum flókindum að fyrir löngu síðan hefði þarfnast uppskurðar við.
Tekjutengingar þær sem svo mjög hefur verið tekist á um undanfarið
er upphaflega hugmyndafræði Alþýðuflokksins sáluga er haldið hefur verið við lýði af núverandi stjórnarflokkum með hörmulegum afleiðingum.
Það verður því mjög fróðlegt að sjá ályktanir hins “nýja flokks”
jafnaðarmanna um heilbrigðismál og vonandi að frelsi krókaveiðimanna verði einnig til umræðu en það bar á góma af hálfu
formanns flokks Stefáns í kosningunum síðustu.
góð kveðja.
gmaria.