Af að horfa á umræður síðustu daga um verk ríkistjórnarinnar þá verð ég að segja að ég er ekki að sjá margt fallegt sem þeir hafa í undirbúning, núna í kvöld var fjallað um dóm hæstaréttar á öryrkjum og talað um að ríkistjórnin hafi brotið stjórnarskránna. Og af umræðu í sjónvarpinu kom fram að sett voru lög til að lögleiða óréttlætið og ólögin sem voru sett á öryrkja.

Einnig hefur komið fram að í fjárlögum er sett fram að minka vaxtabætur og barnabætur, sem bæði kemur verst niður á fjölskyldufólki og þeim sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið, einnig er það í fjárlögum að lækka atvinnuleysisbætur úr um 70 þúsund niður í um 60 þúsund, ekki eins og það sé sýnt fram á að fólk geti lifað af 70.000 í dag, hvað þá 60.000.

Nú er það alveg ljóst að það munaði mjög litlu að ríkistjórnin félli í kosningum sem eru ný liðnar, og sá maður fögur loforð um lækkun skatta, og er núna komið í ljós að það var aldrei ætlunin að lækka skatta, því það er verið að hækka skatta t.d á bifreiðareigendur og þræta svo þingmenn fyrir að þetta sé skatta hækkun með útúrsnúning og blaðri sem aðeins stjórnmálamenn hafa fengið þjálfun í.

Ég verð að spyrja þá sem kusu sjálfstæðisflokkinn hvort þeir eða þær séu stoltir yfir að hafa gefið X-D sitt atkvæði, eða var þetta fólk yfir höfuð eitthvað að hugsa þegar það kaus, og er að vakna upp við vondan draum um martröð sem mun halda áfram undir stjórn sjálfstæðisflokksins.

Eitt er víst að ríkistjórnin veit ekki hvað það er að spara, eða draga saman, nema þegar kemur að þeim sem minnst meiga sín, t.d má spara við fjölskyldufólk sem er þó undirstaðan undir þjóðinni, eða það má skera niður hjá öryrkjum og atvinnulausum. En það má ekki spara á sviðum eins og utanríkisráðuneytinu eða öðrum sviðum sem kemur inn á snobb hátoppa sem eru á þingi. Einnig væri gaman að vita hvað kauphækkun alþingismanna muni kosta ríkið, og hvort að það hefði ekki mátt spara með að hækka ekki kaup þingmanna. Eitt er víst að þeir kunna ekki að herða sultarólina, en þeir eru mjög færir í að finna leiðir til að láta aðra herða sultarólina.

En hvað segi þið sem kusuð X-D eru þið ekki stolt af verkum ríkistjórnarinnar ??