Lol.lol.lol. Þessi umræða (í þessu eða öðru formi) mun ganga að eilífu.
Samkvæmt Hnobba (og hans líkar eru skelfilega margir) eru Verkamenn, Sjúkraliðar , Hreinsitæknar , Afgreiðslufólk , Fiskvinnslufólk og allir sem eru Ófaglærðir eða Faglærðir og afla minni tekna en 250+ (eða 450+) (mjög fáir úr þessum hópum afla meir en 150-) Allt saman upp til hópa aumingjar og ræflar, svo ekki sé minnst á öryrkja og atvinnulausa. Sem eru svo heimskir að sætta við svona kjör.
Það ömurlega er að vissu leyti, hefur hann rétt fyrir sér.
Við erum aumingjar.
Við höldum þjóðfélaginu uppi.
Við erum styrktarbitarnir.
Við erum límið.
Við erum þau sem borga fyrir heimsreisur og 54 tommu sjónvörp.
Við erum þau sem hafa ekki efni á að gefa börnunum okkar nútímaþægindi.
Við erum þau sem tekst að halda uppi heimili með aðeins 100 þús á mánuði, borga leigu, borga mat, skatta, tryggingar, af bílnum, gefa börnunum vasapening, allt það sem telst partur af lífinu í dag.
Þetta gerum við, aumingjarnir.
Reiknaðu hvað allt hér fyrir ofan kostar samanlagt.
Borgaðu svo fyrir þetta með 100kalli.
Þrátt fyrir að við getum þetta og margir með minna.
Erum við aumingjar.
Og veistu ég er sammála.
Því að einungis lítið brot af þjóðinni er að njóta afrakstur vinnunar.
Og þeir gera lítið annað en að ljúga til að halda þessu svona.
Framsókn og sjálfsstæðisflokkurinn eru við völd.
Haldið þið að þeir geri eitthvað ónauðugir til að breyta þessu?
Af hverju haldið þið að þessir flokkar vilji ekki sýna bókhald sitt?
Afhverju hafa þessir flokkar efni á mestu og dýrustu auglýsingunum?
Ástæðan er sú hin sama og ástæðan fyrir því að þessir “leiðtogar” fólksins, berjist eins og hetjur gegn hækkun launa og staðfestingu mannréttinda.
Ástæðan er sú, að valdhafarnir eru í vasa peningamannanna og hafa engan sérstakan áhuga að fara þaðan.
Þetta er ástæðan fyrir því að verið er að vaða yfir okkur allstaðar þar sem augum er litið.
Þetta er ástæðan fyrir að við erum algerir aumingjar.
Við erum fólkið, við erum valdið, við erum þau sem byggt höfum upp þetta land með blóði okkar og svita.
Við erum mörg sem látum fáa kúga okkur.
Með hverju?
Loforðum.
Lygum.
Brosi í sjónvarpinu.
Auglýsingum.
Við erum aumingjar sem vælum hver í sínu horni.
Við erum aldrei nógu sammála til að taka völdin.
Við látum pretta okkur ár eftir ár.
“Þetta er bara svona”
“hvað á ég að gera? ég er bara einn maður”
“svo lengi sem ég hef það alltilagi”
“þeir vita nú betur en við”
Við erum aumingjar.
Og þessvegna er þetta svona.
300 manns halda 300 þús manns niðri með brosi og littlaputta.
Þessvegna geta þeir logið endalaust að okkur.
Þessvegna njótum við ekki gæða lífsins.
Þessvegna lepja margir dauðann úr skel.
Við erum of miklir aumingjar til að taka það sem okkar er.
glott það allra fyndasta af öllu þessu bulli er hvernig þeir stjórna okkur í raun og veru.
Loforðin og allt það er í raun til að friða okkur.
Hvernig þeir stjórna okkur í raun og veru, er í gegnum ótta.
Hræða okkur með : hve slæmt þetta yrði án þeirra, hvað þetta sé slæmt í þessu landi.og svo framvegis.
Afhverju haldið þið að alltaf sé verið að hræða kanann með sjónvarpinu?
hrætt fólk er hægt að fá til að gera næstum hvað sem er.
því stærra sem kerfið er, því meiri er óttinn.
Ótti við fátækt, ótti við ofbeldi.
Ótti, ótti, ótti.
vantar styrjöld til að efla efnahaginn?
humm ,hræðum fólkið með einhverjum vonda kalli!
Það er án efa þó nokkrir sem finnst þetta fáranlegt og bull og vitleysa.
En lítið í kringum ykkur.
Þetta er satt, samfélagið stjórnast af ótta.
Við erum eins og littlu börnin, sem eru hrædd með grýlu til að þau geri það sem þeim er sagt.
Það fyndna er að þeir sem eru að hræða, eru þeir hræddustu.
Aðeins lítil börn nota svona taktík.
Okkur er stjórnað af gírugum andlegum smábörnum.
Sem gerir okkur að því meiri andskotans aumingjum.
0