Loksins þegar á að gera eitthvað í flugvallarmálinu og meira að seja að sýna borgarbúum þá virðingu að fá að kjósa um það - þá gefur Sturla (sem er þingmaður landsbygðarinnar) skít í borgarbúa og hótar hinu og þessu.
D-listinn hefur líka sýnt algerra rökleysu og í raun eru þeir á villigötum.Kosturinn er einfaldur: fara eða vera. Meira má Rvk borg ekki ákveða hvorteðer.
Vonandi að sem flestir kjósi. Því að Reykjavíkurbúar eiga jú einhver réttindi.
Afhverju í andskotanum ætti landsbygðin að ráða því hvað REYKVÍKINGAR gera við sitt eigið land? Ég vill frekar að það verði byggt í Vatnsmýrinni en að Reykjavík verði farin að teygja sig til Þingvallar eftir nokkur ár.
En í sjálfu sér er það ekki aðal málið; aðal málið er það að við fáum að kjósa um það eftir margra áratuga umræðu.