Umræðan síðustu daga eftir að þingið var sett er mér alveg óskyljanleg, ég er að sjá menn í beinni útsendingu frá Alþingi orðhöggvast um lög og áherslur, ég er að sjá menn þar virkilega kom og bera fram rök með aðgerðum sem þeir vita vel að muni koma hart niður á fólki, og þá sérstaklega fólki sem minna má sín.
Á sama tíma er maður að heyra svakalega umræðu um það á þingi hvað Ísland leggur fram í þróunarsjóði til vanþróuðu landanna, og á sama tíma er maður að heyra menn á þingi skammast yfir þeim pening sem fer til spítala, núna er umræðuþáttur á RÚV um fjárlagafrumvarpið og eru menn þar að velta fyrir sér því frumvarpi.
Þar kemur fram að það sé stefnan að minnka framlög til félagsmála og félagsmálaráðuneytis, og þar er verið að gefa fólki sem þarf að leita eftir þannig aðstoð kaldar kveðjur, einnig er talað um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu og vilja menn meina að auðvitað munu skattalækkanir þýða að skorið verði niður á þeim sviðum, þá á sviðum félagsmála og heilbrigðismála,
En hvort það eigi að skera niður til dæmis í utanríkisráðuneytinu eða skera niður þróunarstyrki til þriðja heims ríkja, nei frekar munu þessir menn láta lengja biðlista á spítölum eða neita fólki um félagsaðstoð og sjá það jafnvel lenda á götunni.
Einnig hef ég heyrt raddir sem tala um að ef við afsölum okkur stjórn á fiskveiðistjórnunarkerfinu þá geti Íslendingar alveg eins afsalað sér sjálfstæði sínu til Evrópu sambandsins , eða hvað þessar Evrópu stofnanir heita sem umræðan er um að ganga í.
Og á sama tíma og maður heyrir svona rök þá auðvitað veltir maður fyrir sér, hvernig í ósköpunum datt mönnum í hug að fara út í þær aðgerðir að gefa kvóta sem á að vera sameign þjóðarinnar til einkaaðila. Ég meina, er það ekki það sama að gefa kvótann til einkaaðila og að afsala sjálfstæði þjóðarinnar í hendur Evrópu sambandsins ?
Og þannig gaf ríkistjórnin frá sér miljarða sem gætu svo runnið í ríkiskassann og verið notað til að byggja upp samfélagið.
En nei, snillingunum á þingi fannst víst betra að láta þessa miljarða renna inn á bankareikninga einkaaðila , og samþykkja lög og reglugerðir sem gera þessum einkaaðilum kleift að borga ekkert til samfélagins af þeim miljörðum sem þessir menn raka inn af að hafa einkaleyfi á að nýta sér auðlind sem þjóðin á að eiga sem sameign.
Ég veit ekki hvaða heimi þessir menn lifa í sem eru á þingi, en ég tel það ekki vera heim sem margir íslendingar verða að horfast í augu við í dag, og það er heimur atvinnuleysis og örvæntingar , öryggisleysis og upplausnar í kjölfar þess að missa atvinnu.
En á meðan mun hástéttin sem situr á þingi snobbast við að rífast um styrki til Afríku og hvort Ísland sé ofarlega á snobblista yfir þjóðir sem greiða háa styrki til vanþróuðu ríkjanna.
Mér er einnig kaldhæðnislegur hlátur í huga þegar ég heyri þingmenn rífast um styrki til Afríku á meðan mér var svo neitað um frekari aðstoð til náms af félagsþjónustunni fyrir síðustu áramót, og það sem tók við mér eftir það var að hafa aðeins rétt á hálfum atvinnuleysisbótum, og eitt er víst að mér hefur verið gert það ljóst á margan máta ( þar á meðal með svörum hér á hugi.is ) að það nám sem ég er búin með ( sem er tölvubraut Iðnskólans ) muni ekki koma til með að skila mér mannssæmandi vinnu og möguleika á að standa á eigin fótum í lífinu.