Íraksstríðs-þróunin hefur verið helvíti merkileg.

Fyrst var sagan sú að Írak væri að þróa gereyðingarvopn til þess að nota þau gegn
Bandaríkjamönnum… en svo þegar það var bent á það að Írak hefði enga
hagsmuni af því að ráðast á vestrænar þjóðir, varð málið það að hann gæti látið
hryðjuverkamenn hafa vopnin. Hvað sem því leið, þá var aðalmálið það að hann
væri að smíða þessi vopn og ætti þau meira að segja til í tonnatali, og svo var
auðvitað það sem fyllti mælinn að Bush hafði notað svona vopn áður… þó að lítið
hefði reyndar verið hamast á því þar sem menn vita vel hverjir báru nákvæmlega
jafn mikla ábyrgð á því; Bandaríkjamenn sjálfir (gáfu þeim vopnin til að nota á
móti Íran, fyrir ykkur, sem ekki þekkið).

Núnú… síðan þegar það er búið að taka eilífð að leita að vopnum og ekkert hefur
fundist, þá játar Bush loksins það sem allir vissu fyrirfram, að engar nýjar
vísbendingar væru um vopnaþróun Íraka eftir fyrra Persaflóastríðið; menn hefðu
eingöngu farið að líta á þær upplýsingar öðrum augum eftir 11. september. Þetta
eru orð Bushs.

NÚNA hinsvegar, er Bush farinn að tala um það að hugsanlega hefði Hussein verið
viljandi að “blekkja alþjóðasamfélagið” með því að gefa sífellt í skyn að hann ætti
vopn, án þess að eiga þau. Mér sýnist Bush og Blair ekki jafn sannfærðir og þeir
voru fyrir örfáum mánuðum, um gereyðingarvopnaeign Íraka.

Þetta er nefnilega eitt af þeim þáttum sem komust í almenna umræðu, en aldrei til
þeirra snillinganna uppi í musterum vestrænna þjóða; að Írak virkar ekki eins og
Bandaríkin! Hussein hugsar ekki eins og Bush! Þegar þvermál hálfrar plánetunnar
er á milli hefði maður nú haldið að þetta væri hægt að segja sér, en ekki mönnum
eins og Bush, sem í fyrsta lagi hlusta ekki, og í öðru lagi skilja ekki. Og í þriðja
lagi, hafa engan áhuga á því að nokkurn tíma hlusta eða skilja.

Svo að hér segi ég við Bush; NEI, Bush minn, Hussein blekkti ekkert
alþjóðasamfélagið. NEI, það var ekki alþjóðasamfélagið sem réðst inn í Írak. NEI,
þetta er ekki að koma neinum á óvart, nema ykkur háværa minnihlutanum, sem
hingað til hafið ekki getað rökstutt ykkar fáránlega málstað með neinu nema
vopnavaldi. Þið gerðuð það í Íran á móti Írak, þið gerðuð það í Írak á móti Kúveit,
þið reynduð það í Víetnam og klúðruðu því heiftarlega (og athugið að Bandaríkin
eru vondi kallinn í því stríði, EINGÖNGU vegna þess að þeir töpuðu), og þið eruð
að gera það aftur núna.

Fréttir, segja sumir. Ég sé ekkert nýtt í atburðarrásinni. Allar spár okkar háværa
meirihluta plánetunnar sem voru á móti þessu stríði, eru að sýna fram á að
lýðurinn átti að ráða þessu! EN NEEEEI, það má ekki, því þeir þarna í jakkafötunum
eru með þetta allt á hreinu, sjáiði til. Heimska alþýðan hefur ekkert vit á svona
málum.

En samt hefur vit á því í Írak, og þess vegna má koma þar á lýðræði, með
vopnavaldi? ;)

Mér er spurn.