Ég las ágæta bók um daginn um það hvernig Ameríka heldur velli sem eina súperþjóðin. Hún heitir The Grand Chessboard, þar sem hún er skrifuð af kana þarf maður aðeins að taka hlutina með salti.

En þar koma margar skemtilegar staðreyndir og hugmyndir fram.
Eins og það að þessi ágæti maður teiknaði kort af framtíðar “vandamála stöðum” og dróg hring í kringum Pakistan, Afganistan og Iraq. Bókin er skrifuð 1998. Þetta vissu menn þá.

Allavega, það sem ég vill koma á framfæri með þessari grein er hvernig evrópa getur, ef hún vill, náð að verða hin “súper þjóðin”, þó að Evrópa á aldrei eftir að saminast sem ein þjóð, með eitt tungumál. þá getum við samt staðið saman og gert stóra hluti. Gróðar möguleikar innan bara fraklands, Bretlands og þýskalands ná að slá könum út, hvað þá ef við fáum stórar þjóðir eins og póland, þar eru heilar 60miljónir manna.

Það sem vantar er Herinn, Ekki vegna þess að við ætlum að ráðast inní ameríku, heldur vegna þess að þá þurfum við ekki á Nato að halda, þá þurfum við ekki að spyrja Kína eða Rússland um leyfi. Ekki þar með sagt að við ættum ekki að spyrja. Það sem kæmi úr því að spyrja ekki mundi bara hvetja rússa og kínverja að sameinast enn meir og Þá mundi jafnvægið breytast aftur og viðmundum líklegast verða undir. aðalega vegna ítaka sem þessar tvær þjóðir hafa í “stan”svæðinu, þ.e. Pakístan, Afghanistan, kurgistan osf. Þar er einn stæðsti ónotaði oíluforði í heiminum. Og hún eina ástæðan fyrir því að kanar réðust þangað.

Það væri æðislegt ef Evrópa tæki sig saman og kæmi á frið í Israel/Palestína. Ekki bara vegna þeirra manntjóna sem þar eru. Heldur vegna þess að þá fengjum við vini útum allt í arabaríkjunum.
Og það er það sem könum vantar. Hefðu þeir það væri þeir ekki bara “súper þjóð” heldur væri hún “súper, dúper þjóð”. Það sem væri betra væri ef þeir kæmu inní Iraq og hreinsuðu klessuna hans Dobbja(W. Bush). þá fengjum við aftur þessa velvild frá örubum.

Ég sný aðeins aftur að olíu, afhverju haldið þið að allir skiptu sér að þegar var verið að slást í Pakistan, eða skipta sér að því þegar Talibanar eru að drepa menn. Í Afríku er verið að drepa fólk í þúsunda og aftur þúsunda vís, íllir einræðis menn komast upp með allan andskotan, meira að segja drepa hvíta bændur. Kim í koreu fær að hlaða að sér kjarnorkusprengjum og drepur einnig landa sína, ath. hann segir sjalfur og suður korea segir líka að hann hafi a-bombur, ekki eins og með Saddam, við tökum hann, troðum á hann myndum og drasli sem hann átti ekki(vörubílar sem áttu að vera framleiðsubílar, verkjataflna framleiðsla(munið þeir voru með viðskiptabanni)sem átti að vera vopnaverksmíðja) og kanar ráðast inn án þess að spyrja kóng nér prest.
En í afríku og Koreu er enginn olía.

Jæja, ef þetta fer eitthvað að verða lengra fer ég með þetta til útgefanda.

Kv Davíð


Heimildir
COPvCIA.com
The Grand Chessboard eftir… emm man ekki.
Að sigra heiminn er eins og að spila á spil