Einhvernveginn hef ég á tilfinninguni að ríkistjórnin leyfi sér nánast allt vegna þess að hún gerir ráð fyrir því að við verðum búin að gleyma því fyrir næstu kosningum. Og við erum nefnilega snögg að gleyma og fyrigefa.
1) Framkoma þeira við aldraða: það svívirðilegasta sem þekkist í sérhverju samfélagi er að gefa fullkominn skít í þá sem byggt hafa landið.
2) Framkoma þeirra við framhaldskólanema og kennara: Einkenndist af fyrilitningu og áhugaleysi. Tveir ráðherrar sáu til þess að verkfallið var jafn langt að leysa og raun bar vitni.
3) Framkoma þeirra við öryrkja: Þeir hafa verið að brjóta MANNRÉTTINDI en skammast sín varla.
Ég gæti haldið áfram endalaust, en þetta þrennt ætti að vera nóg til þess að samviskusöm mannvera með fullu viti myndi aldrei kjósa þessa menn aftur.
Gleymum þessu ekki fyrir næstu kosningar.