Það er almennt góð hagfræði að hækka skatta þegar góðæri kemur.
Þeir sem hafa lágmarksþekkingu á hagfræði vita að á eftir miklu góðæri, *kemur* verðbólga ef ekki er eitthvað gert í málinu.
Að hvetja til sparnaðar í góðæri, sem er það sem á að gera, hefur aldrei virkað á Íslendinga, nema einmitt hverja? Jújú, þá sem eiga peningana í dag. Og þeir menn eru hægrisinnaðir, vegna þess að almennt er fólk sem veit hvað það á að gera við peninga, hægrisinnað.
Samt sem áður vil ég taka fram að ég er miðsinnaður og finnst alger-hægri og alger-vinstri sinna hvort tveggja vera bull á Íslandi. Það er aftur á móti fátt augljósara en það að hægrisinnað fólk er líklegra til að kunna að fara með peninga.
Það líka gerir það að verkum að hægrisinnað fólk hefur yfirleitt takmarkaðari samúð fyrir þeim sem minna mega sín. Þeir væla út af hátekjuskatti og öðrum sjálfsögðum hlutum, og hækkuðum sköttum.
En málið er einfaldlega að skattar eru þarna til að koma okkur öllum til góða. Sammála yrði ég að vera því að sköttunum okkar er *fáránlega* ráðstafað (og það þarf engan stjórnmálafræðing til að sjá það) oft á köflum, en það er annar bardagi.
Ég er hlynntur skattahækkunum í góðæri og ég er hlynntur tekjutengingu. Ég er hlynntur því að þeir ríku borgi meira, og ég er hlynntur því þeim sem detta sé hjálpað á lappir aftur.
Ég er hlynntur einkareknum skólum. Ég er hlynntuari einstaklingsfrelsi en flestir, en ég er *ekki* hlynntur því að fólk sem hafi það gott, sé að væla yfir einhverjum skattahækkunum sem það ræður léttilega við. Fokking væl, alltaf hreint.
Now, fasteignaskattur… *það* er eitthvað sem má lækka.