Mér hefur oft fundist ákvarðanir og aðgerðir
forsætisráðuneytisins litaðar af eiginhagsmunapoti en þetta
hefur sjaldan verið jafn geggnsætt og nú í
Gljúfrasteinsmálinu!
Ég get vel skilið afstöðu fjölskyldu Halldórs Laxness því þar
spila inn í tilfinningar þeirra og hræðsla um að Hannes komi
óorði á Halldór. Og ég get einnig vel skilið að Hannes
Hólmsteinn sé ósáttur við þær aðgerðir sem fjölskyldan hefur
gripið til. En það sem mér finnst með ólíkindum eru afskipti
forsætisráðuneytisins í þessu máli!! Það lítur út fyrir að
ráðuneytið hafi tekið höndum saman með Hannesi til að
komast yfir öll möguleg gögn um Halldór Laxnes fyrir
ævisöguskrif hans og að þeir hafi líka ætlað sér að komast yfir
persónuleg gögn sem tilheyrði Auði, ekkju Halldórs, og voru
ekki ætluð almenningi.
Þegar Auður ekkja Halldórs gaf þjóðinni árið 1996 bréf og
skjöl úr eigu Halldórs þá hélt hún eftir hluta sem hún taldi of
persónulegan og hafa þau skjöl og bréf verið geymd í
Gljúfrasteini enda hefur hann verið í umsjón
fjölskyldumeðlima allar götur síðan þar til nú! Þegar
ríkisvaldið keypti svo Gljúfrastein fyrir 1 og 1/2 ári síðan, þá var
Guðný dóttir Halldórs ráðin til að líta eftir Gljúfrasteini en
skyndilega í miðri þessari deilu þá tekur forsætisráðuneytið
þá ákvörðun að reka Guðnýju og ráða, án þess að auglýsa
stöðuna, persónulegan vin Hannesar til að flokka þessi bréf
og gögn, þrátt fyrir að sú manneskja hafi enga sérstaka
menntun til að geta gengið inn í þetta starf frekar en aðrir
nema að hún er kona Gísla Marteins en þau hjónin hafa
einmitt áður aðstoðað Hannes við gagnasöfnun og ritun fyrri
æfisagna hans!! Rökin sem forsætisráðuneytið gefur fyrir
brottrekstri Guðnýjar eru þau að samningur við hana hafi
runnið út 31. ágúst, en ef það hefði verið fyrirfram ákveðið að
Guðný ætti að hætta þá og ekki ætti að framlengja
samningnum þá hefði ný manneskja verið ráðin í sumar og
látin taka við 1. sept en neei!! starfið var ekki auglýst og Guðný
vann í Gljúfrasteini grunlaus um það að hún væri að missa
vinnuna til 18. september (en þá voru einmitt deilurnar
byrjaðar) og þá fyrst (19. sept.) var kona Gísla M. ráðin. Síðan
þá hefur forsætisráðuneytið komist í þau persónulegu gögn
sem Auður var búin að taka frá en forsætisráðuneytið þurfti
reyndar að skila til baka.
En er þetta ekki bara allt skipulagðar aðgerðir til að hjálpa
Hannesi með æfisöguna?? var tilviljun að íslenska ríkisvaldið
keypti Gljúfrastein akkúrat á þeim tíma sem Hannes var að
byrja að skrifa æfisögu Halldórs?? og hvort var það þjóðin eða
þröngur vinahópur þess sem fer með völdin sem keypti
Gljúfrastein?? er tilviljun að samningur Guðnýjar hafi aðeins
verið til 1. sept 2003 ?? er tilviljun að vinkona Hannesar og
fyrrum aðstoðarkona er fengin til að flokka og raða bréfum og
gögnum í Gljúfrasteini?? er tilviljun að umsjón Gljúfrasteins,
þrátt fyrir að flest svona menningarleg kaup á eignum séu
yfirleitt undir umsjón menntamálaráðuneytisins, er í höndum
forsætisráðuneytisins þar sem Davíð Oddson persónulegur
vinur Hannesar situr?? Er tilviljun að ruv kaupir heimildarmynd
um Halldór Laxnes unna af Hannesi Hólmstein og sýnir
þessa mynd einmitt í byrjun desember þegar jólabókaflóðið
er í hámarki?? og er tilviljun að Hannes Hólmsteinn kom
einmitt í þátt Gísla Marteins á dögunum og auglýsti þar bók
sína??
Þessi framganga ruv er ekki ný á nálinni því t.d. var
heimildarmynd um sögu íslenskra stjórnmála eftir Hannes
akkúrat sýnd í aðdragandi kosninganna síðasta vor og það
sáu allir að hún var mjög lituð af skoðunum hans.
Hannes virðist hafa ítök víða, t.d. komst Silfur Egils í ónáð eftir
að Hannes móðgaðist þar illa á vordögum og er nú hætt!!
Hannes virðist einnig hafa beinan aðgang að fréttastofu ruv
því þar birtist t.d. orðrétt fullyrðing hans úr spjallþætti Egils
Helgasonar síðasta vor, en var leiðrétt í seinni fréttum því hún
reyndist röng þegar betur var að gætt!! Svo það er augljóst að
fréttastofan hafði ekki einusinni fyrir því að athuga bakgrunn
fullyrðinga hans áður en þetta var birt sem frétt!! (þetta var frétt
um kosningarskuldir R-listans)
Hvenær er mælirinn orðinn fullur??
Þetta er orðin of löng röð tilviljanna til að ég geti sitið á mér
lengur!!
Eða hvað finnst ykkur?