Ég vona innilega að þetta gangi í gegn.
Aftur á móti langar mig til að verja drykkjumenningu Íslendinga.
Ég vil byrja á því að benda á það að við erum næstlíklegasta fólkið til að ná hæsta aldri. Þ.e.a.s., eina landið á plánetunni með hærri lífslíkur en Ísland, er Japan. Samt drekkum við nánast öll eins og algerir fávitar, meira eða minna allt okkar líf.
Skorpulifur er algengur sjúkdómur eldra fólks í löndum eins og Danmörk og Frakklandi, þar sem menn drekka á “skynsamlega” mátann. Skorpulifur kemur fyrir hérlendis eins og hvar annars staðar, en það er engan veginn hægt að kalla það vandamál eins og hægt er að kalla það í Frakklandi og Danmörk. Einnig, eins og einhver benti réttilega á, er áfengi *efst* á lista yfir skaðlega hluti hvað varðar vinnu manna þar erlendis. Er hægt að segja sömu sögu hér? Þekkið þið marga sem mæta fullir eða léttir eða jafnvel þunnir á *Mánudegi*?
Ég tel okkur Íslendinga semsagt, með öðrum orðum, vera hófdrykkjufólk. Mér finnst skárra að detta í það duglega en sjaldan, heldur en að vera aðeins kenndur alltaf eða mjög oft. Ekki má gleyma því að það *er* tíu sinnum skemmtilegra, hversu óþroskað mönnum svosem finnst að segja það. Það er einmitt svona gaman kannski fyrst og fremst *vegna þess* að það er óþroskað og heimskulegt. Ég held ekki að meirihluti Íslands hafi áhuga á því að sitja rólegur í jakkafötum með bindi og fara í einhvern hver-er-þroskaðastur-leik.
Bottom line: Áfengi er til að skemmta sér.
Óhófsdrykkju tel ég vera að vera alltaf eða mjög oft duglega drukkinn. *Ekki* að vera sjaldan (mánaðarlega eða vikulega) mjög drukkinn, því að í 95% tilvika jafnar maður sig daginn eftir, og ef ekki, þá daginn eftir það, og það er samt eftir VERULEGA neyslu.
Ég, prívat og persónulega, tel það óhófsdrykkju að vera yfirleitt eða alltaf kenndur. Það hefur slæm langtímaáhrif á lifur og mjög slæm áhrif á vinnu. Þá vil ég benda aftur á það að lífslíkur Íslendinga eru næsthæstu í heiminum, svo að ég á mjög bágt með því að trúa því að almennir drykkjuhættir okkar séu óhóllir til lengri tíma. Maður tekur út draslið í hausverk og þynnku… sem hvort tveggja eru skammtímaástönd.
Hvað varðar heilaselludrápið… HVERN ERUÐ ÞIÐ AÐ BLEKKJA? :) Maður drepur heilasellur við að hnerra, for crying out loud! Kynlíf drepur heilasellur, en samt hugsa menn skýrar við það! Útskýrið *það*, spekingar.