“Arguably the most important intellectual alive”- New York Times
Reyndar bætir bókagagnrýnin sem þessi tilvitnun er tekin úr við “afhverju er hann þá að skrifa þessa vitleysu?”
Prófessor Noam Chomsky er einn af tíu mest tilvitnuðum rithöfundum allra tíma, Chicago Tribune kallaði hann mest tilvitnaða mann á lífi í dag.
En hver er hann? Það er von að þú spyrjir.
Noam Chomsky er hæglátur málfræðiprófessor við “Massachusetts Institute of Technology” Ástæðan fyrir því að þú veist ekki hver hann er, er vegna þess að eigendur helstu fjölmiðla í Bandaríkjunum vilja ekki að þú vitir hver hann er. Þeir halda að ef nógu margir hlusta á það sem hann hefur að segja um hvernig samfélagið er úr garði gert, verði upplausn og við förum að sjá að Keisarinn er nakinn. Ég ætla ekki að fara að rekja hvað hann hefur verið að gagnrýna eða fjallað um í gegn um tíðina heldur reyna að rökstyðja af hverju ég tel hann góða heimild og hvers vegna hann er talinn einn af gáfuðustu mönnum nútímans.
Noam Chomsky varð heimsþekktur fyrir málfræði ritgerðir sínar sem þóttu byltingarkenndar, þar heldur hann m.a. því fram að málfræði sé okkur meðfædd og rökstyður mjög vel. Líkt og kenningar Einsteins eru kenningar hans orðnar mjög útbreyddar og eru smá saman að leka niður til okkar “venjulega” fólksins. En hafið ekki áhyggjur, Chomsky er mjög auðlesinn, hans sterka hlið er almenna skynsemin sem hann boðar á skynsaman hátt.
Hann er tregur að tala um eigið líf því hann þolir ílla þessa persónudýrkun sem fyllir alla fjölmiðla. Persónudýrkun er hluti af kerfi sem dregur athygli okkar frá því sem raunverulega skiptir máli. En ég ætla samt að skrifa hér stutta lýsingu á hver hann er og hvaðan hann kemur.
Avram Noam Chomsky fæddist í Fíladelfíu, U.S.A 7. desember 1928, foreldrar hans voru bæði kennarar af gyðingaættum, og voru mjög virk í Zion hreyfinguni. Frá 2 til 12 ára aldurs var hann í tilrauna skóla þar sem engar einkunir og þar af leiðandi engin samkeppni milli bekkjafélaga. Það fyrsta sem gefið var út eftir hann var grein sem hann skrifaði um fall Barcelona. Þegar hann var 12 skrifaði hann um sögu borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Þannig að mjög ungur var hann farinn að hafa brennandi
áhuga á pólitík.
Líkt og foreldrar sínir var hann virkur innan Zionista hreyfingarinar, íhugaði hann á tíma að flytjast til Ísrael til að hjálpa til við deiluna við Palestínu, en hætti snarlega við þegar hann las Ísraelsku stjórnarskránna sem honum fannst ólýðræðisleg, síðan þá hefur hann oft á tíðum verið kallaður gyðingahatari af hinum ýmsu öfgamönnum.
Í kring um 1960 varð Vietnam stríðið til þess að Chomsky tók ákvörðun sem átti eftir að breyta lífi hans til frambúðar. Hann byrjaði að mótmæla stríðinu hástöfum þó svo að hann vissi að hann ætti eflaust eftir að eyða einverjum tíma í fangelsi fyrir vikið. Hann átti í hættu að fórna glæsilegum akademískum ferli, aðspurður afhverju hann tók þessa áhættu svaraði hann; “Þetta hafði eitthvað með það að gera að geta horft á sjálfan sig í speglinum á morgnana.”
Framhald fylgir eftir helgi…
Ikeaboy69
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman