Kastró er frábær maður. Núna eru haldnar lýðræðislegar kosningar á Kúbu, með aðeins einum flokki í framboði og allir á listanum ná kjöri. En það skiptir engu máli vegna þess að Kommúnistaflokkur Kúbu þjónar hagsmunum allra eyjaskeggja. Ótal margir andstæðingar Kastrós hafa verið fangelsaðir eða drepnir, en eins og allir vita unnu þeir fyrir bandarísk stjórnvöld og ætluðu að steypa Kastró af stóli. Sókn er besta vörnin, ekki satt? Bannað er að stofna fyrirtæki á Kúbu nema með sérstöku leyfi stjórnvalda, en slík leyfi eru sjaldan veitt Kúbverjum, því þeir sem vilja gera það eru aðeins og hugsa um eigin hag og er alveg skítsama og heildina. Þess vegna á að banna einkarekstur. Ritskoðun er daglegt brauð, en þannig finna stjórnvöld einmitt hugsanlega and-byltingarsinnaða einstaklega með and-byltingarsinnaðar skoðanir sem vilja steypa Kastró af stóli. Efnahagskerfi Kúbu er í molum en ferðaiðnaðurinn nær rétt svo að bjarga eyjunni. En af hverju er það í molum? Út af viðskiptabanninu auðvitað. Viðskiptabannið á sök og öllu því sem fer úrskeiðis á Kúbu, sem er alveg rökrétt; vondu kapítalistarnir í norðri ráðast á önnur ríki langt í burtu og vilja öllum illt…
Nei nei. Kastró hefur gert góða hluti.
En allavega. Fyrir nokkrum árum las ég bókina „Byltingin á Kúbu“ eftir Magnús (Kristjánsson, held ég) sem kom út á 7. áratugnum. Magnús þessi hafði farið til Kúbu skömmu eftir byltinguna og skrifaði um það sem hann upplifði. Fyrst fannst mér þessi bók algjör snilld og sá hve góðir og réttlátir Kastró og félagar voru eftir sigurinn. En síðan þá hef ég lesið aðrar bækur og greinar á netinu um byltinguna og stöðuna eins og hún er í dag, og núna virðist bók Magnúsar vera ekkert nema áróður - sem virkaði á mig.
Ég er nú ansi ósammála þessu með einkareksturinn hjá þér.
Möguleikinn fyrir að eignast peninga og koma sér áfram í lífinu er það sem veldur því að hlutir þróast og verða “betri” (umdeilanlegt hvort sé betra).
Ef þú rekur fyrirtæki sem þú veist að sama hvað þú gerir þá er það undir stjórnvöldum komið að fyrirtækið stækki, hvers vegna þá að leggja metnað í það?
Metnaður er það sem kemur í veg fyrir að allt leggjist niður og fer í rúst.
Dæmi:
Maður sem ég þekki fór til Kúbu ekki sem túristi.
Hann fór á staði þar sem túristar fá ekki að sjá, og hann átti bara ekki til aukatekið orð.
Götusópari, gamall maður, með götótta skóflu og ónýtann kúst rölti um strætin og “sópaði” göturnar og “mokaði” svo ruslinu í haaaaandónýtar hjólbörur sem hann hafði fengið sem vinnuáhöld.
Afraksturinn? Skítugar götur.
Ef verkið yrði boðið út, þá myndi koma flokkur af götusópurum með fínar skóflur, kústa og hjólbörur til að koma þessu upp.
Afraksturinn? Hreinar götur.
Ok, hvaðan eiga peningarnir að koma til að borga þessu pro götusópurum?
Jú frá fyrirtækjum sem eru í einkarekstri og með metnað til að stækka og flytja út vörur og fá meiri peninga inn í landið.
Meiri peningar, hærri laun, hreinni götur.
Sæi fólk í anda ef götusóparar væru eins hér og þarna úti.
Niður með kommúnisma!! (og vinstri græna með)
0
Það er alltaf til einhver sem heldur að þetta sé svona einfalt. Einkaðilarnir eru þeir einu sem geta gert hlutina rétt. Ef það væri svo einfalt karlinn minn.
0
ibbets,
Ég er nú ansi ósammála öllu því sem stóð í fyrstu efnisgrein svars míns, enda var þessi réttlæting á kommúnisma Kastrós kaldhæðni.
0
Ég biðst forláts, ég var ekki viss…:)
0