Áður en þið byrjið að lesa greinina þá vill ég segja ykkur að upphaflega átti þessi grein er mótsvar við því að Bush sé Sósíalismi, nema svo komst ég að því að þetta efni sem ég er að fjalla um er ekkert djók.
Og þessi grein byggir á raunverulegum skoðunum stjórnmálafræðinga sem hafa verið að pæla í hvernig kerfi var í raun og veru í Sovét, því eins og allir vita þá var það ekki kommúnismi, þeirra niðurstaða : Þetta var kapítalismi, eins og hann verður hér í okkar ríkjum ef við höldum áfram að leyfa auðinum að safnast svona upp á fáar hendur. Við siglum góð byr inn í Stalínískan kapítalisma með þessu áframhaldi.
****************************************** ******************
Árið 1917 tóku Bólsévíkar við völdum í Rússlandi.
Leiðtogi þeirra Lenín hafði það markmið að skapa nýtt og betra samfélag, lýðræðislegt þar sem allir einstaklingar skiptu máli og höfðu eitthvað um stjórnarskipulagið að gera.
Á meðan á byltingunni stóð voru ráð og nefndir með verkamönnum, bændum, hermönnum og menntamönnum sem tóku lýðræðislegar ákvarðanir um allt.
Ef við berum þetta skipulag við það sem við höfum í vestrænum ríkjum í dag þar sem ríkisvaldið “ignorar” vilja þjóðarinnar trekk í trekk þá er erfitt að halda því fram að við búum í lýðræðislegum ríkjum.
EN þó að hugsjónin hafi verið fyrir hendi í byltingunni og að sósíalismi getur einungis þrifist í fullkomnu lýðræði, þá varð raunveruleikinn eitthvað allt annað.
Fyrstu árin eftir byltinguna voru erfið og eftir að Lenín dó tók Stalín við völdum þrátt fyrir aðvaranir Leníns til félaga sinna um að maðurinn væri geðveikur.
Þegar Stalín komst til valda kom hann með þá frægu yfirlýsingu að Rússland væri 130 árum á eftir nágrannalöndum sínum í iðnþróunninni og ef Rússar vildu ekki láta nágranna sína kremja sig þá þyrfti að vinna hratt í því að byggja efnahaginn upp.
Til þess var hann tilbúinn að fórna öllu því sem sósíalisminn gekk út á, lýðræði og jafnrétti fyrir alla.
Það var komið á miðstýrðu kerfi örfárra “prinsa” sem hafði ekkert með sósíalíska stjórnarhætti að gera og verkafólkið hafði engin réttindi.
Stalín hélt áfram að styrkja hag og velferð búrókratanna en sinnti þjóðinni, verkamönnunum lítið.
Þetta skipulag sem ríkti undir harðri hendi Stalíns var ekkert annað en Kapítalismi.
Já – þið lásuð rétt.
Samkvæmt skilgreiningunni á kapítalsima þá var það sem var í gangi í Rússlandi undir Stalínismanum kapítalsimi.
Því kapítalismi þýðir að það sé einhver sem á verksmiðjurnar og það er hann sem nýtur ágóðans meðan verkafólkinu er þrælað út fyrir skít á priki.
Og í Rússlandi var Kapítalisminn ríkið sjálft.
Þetta var ekki frjáls markaður eins og við þekkjum hann. En kapítalismi engu að síður.
Þetta kerfi kallast á ensku State-Capitalism, þýtt Riksi-kapítalismi.
Það hræðilegasta við þetta er það að ekki ósvipað fyrirkomulag er að þróast í okkar heimi í dag.
Fé er sífellt að safnast á færri og færri hendur og áður en við vitum þá verða aðeins örfáir einstaklingar sem eiga heiminn og stjórna honum.
Nú til dags og þegar á þessum tíma var yfirleitt litið á apítalisma sem frjáls viðskipti, en ALLS EKKI alltaf.
Upphaf kapítalismans byggðist t.d. mikið á nýlendustefnu þrælahaldi, bæði fyrir ríkið og aðalsfólk…..
Eða eins og Marx sagði : “Kapítalisminn kom í heiminn blóði drifinn”
Ríkis-kapítalisminn var því í rauninni ekkert nýtt fyrirbæri, en Stalín kaus að kalla þetta öðru nafni, vegna þess að hann vildi blekkja þjóð sína.
Enn var þó fólk, alvöru sósíalísmar sem sáu hvað var í gangi og mótmæltu því harðlega.
Þeir voru allir gerðir útlægir og drepnir.
Meira að segja Trotsky sem var ásamt Lenín aðalmaður byltingarinnar var drepinn árið 1940 af útsendurum Stalíns.
Stalín notaði þannig byltinguna til að hylma yfir því sem í raun var hans eigin einka kapítalismi, peningahagkerfi þar sem örfáir græða á vinnu annarra.
Án lýðræðis, án jafnréttis, án sanngirni !
*****************************************
Ég kem ekki til með að svara neinum kommentun við þessa grein.
Er á fullu í námi og ritgerðarsmíðum.
Svo ekki hafa fyrir því að merkja við að ég eigi að fá að vita af svarinu.
Ég kíki bara á svörin við tækifæri.
Vonandi getið þið hin bara rifist nógu mikið um þetta og kallað mig hálfvita og fífl og allt það sem ykkur langar til.
Kær kveðja
Lyssia