Nú er svo komið að samþjöppun undir formerkjum hagræðingar hefur átt sér stað í aðalatvinnugrein landsmanna sjávarútvegi, og tvö stórfyrirtæki hafa yfir að ráða meginhluta aflaheimilda á Íslandsmiðum.
Ættu fyrirtæki þessi ekki að skila þjóðinni miklum skatttekjum í samneyslu vora miðað við þá hagræðingu sem haldið hefur verið fram að þar væri á ferð ?
Hefði ekki verið hægt að lækka skatta almenning í ljósi þess ?
Lækkun skatta á hinn almenna launamann hefur engin verið, fremur en að hækkun launa hafi haldið í horfi raunverulegum kaupmætti,
ráðstöfunartekna því skattleysismörk eru fjarri öllum raunveruleika neysluvísitölu í landinu.
Þessi stefna stjórnvalda og aðila vinnumarkaðsins, er nú að orsaka það atriði að fyrirtæki hvert um annað þvert berst í bökkum sökum þess að kaupgeta almennings hefur farið þverrandi.
Skuldir fyrirtækja í sjávarútvegi sem nú nema a.m.k um 200 milljörðum eru úr öllu samhengi við svokallaða hagræðingu
sem haldið hefur verið á lofti í þessum geira.
Fyrirtækja sem þó fengu fyrir áratug þá forgjöf að fá peninga upp í hendurnar allt í einu með lögleiðingu á framsali á veiðiréttindum sín á milli og héldu innreið sína á nýfæddan hlutabréfamarkaði hér á landi í kjölfar þess.
Slík ívilnun á sér ekki fordæmi, en samt sem áður virðist slíkt ekki skila þjóðinni auknum tekjum.
góð kveðja.
gmaria.