Ég heyrði Steingrím J í útvarpinu í gær. Þar var hann að tala um “undirboð” kjúklinga og svínabænda sem leika sauðfjárbændur grátt. Honum fannst þetta vera “sannað” mál rökstuddi fullyriðngu um undirboð með því að “búin væru rekinn með tapi”.
Ok, á undanförnum vikum hafa margir komið fram með ýmsar hæpnar fullyrðingar í sambandi við samkeppnismál. Lítum aðeins betur á málið:
1. SKAÐLEG UNDIRBOÐ (aka PREDATORY PRICING). Stór aðili selur vöru “undir kostnaðarverði” til þess að koma samkeppnisaðila af markaði. Ekki líklegt til árangus ef litlar hömlur eru fyrir nýja samkeppnisaðila að komast á markaðinn. FLUGLEIÐAMÁLIÐ var dæmi um þetta.
Málið er að fyrirtæki sjá sér sjaldan hag í því að tapa peningum viljandi. Segjum svo að Flugleiðir knésetji Iceland-Express með skaðlegum undirboðum. Kanski tekur það 1-2 ár. Flugleiðir tapa gríðarlegum fjárhæðum á þessum tíma en í lok tímabilsins eru þeir lausir við keppinautinn og geta hækkað verðið aftur. Hvað gerist þá ef td Virgin Express byrjar að fljúga til landsins. Það er ekkert sem hindrar þá í því.
Ef fyrirtæki leggja í þann kostnað að fara VILJANDI í hallarekstur í ÓVISSAN TÍMA þá eru þau að taka gríðarlega áhættu því þau geta auðveldlega lent á byrjunarreit aftur ef nýr aðili kemur á markaðinn.
2. ER TAPREKSTUR SAMA OG SKAÐLEG UNDIRBOÐ. Steingrímur J og fleiri vilja meina það. Þarf ég að fara út í þetta neitt frekar. Á síðustu og verstu eru fjölmörg fyrirtæki rekinn með tapi. Á samkeppnisstofnun að fara í mál við öll fyrirtlæki sem eru rekinn með tapi???
3. SAMRÁÐ. Ok, fyrirtæki eru endalaust í einhverju brasi sín á milli til þess að hafa meira upp úr saklausum almenningi eins og Olíudæmið sannar. Því miður getur þetta orðið ansi snúið.
SANNANIR. Það er erfitt að sanna samráð. Grænmetismafían var hönkuð á “minnismiðum” og dagbókum og starfsmenn olíufélaganna ræddu samráð með e-mailum. Ok, hverjar eru líkurnar á að eithvað skriflegt liggi fyrir í samráði í dag? Menn gera ekki þessi mistök aftur. Og ef ekki liggur fyrir grunsamlegur tölvupóstur einvherstaðar, hvernig eiga yfirvöld að sanna eitt eða neitt??
FJÖLDI AÐILA Á MARKAÐI. Lykilatriði þegar rætt er um samráð. Það er auðvelt fyrir 2-3 aðila að hafa samráð. Það þarf bara einn aðila til að svíkja til þess að bandalagið bresti. Ef við höfum 30 aðila (td dekkjarverkstæði) þá eru miklar líkur á því að einn verði gráðugur og lækki verð til að stela kúnnum.
4. RÍKIÐ. Ríkið er sér kapítuli útafyrir sig og stendur beint að ýmsum samkeppnishamlandi aðgerðum. Dæmi: Fjáraustur í RUV. Niðurgreiðsla á landbúnaðarafurðum. Fast verð á mjólk (uber-verðsamráð), verðsamráð á olíu (reyndar gamalt) með verlagsráði. Fyrirgreiðsla til ýmissa fyrirtækja og iðngreina (fer minnkandi).
5. PÓLITÍK. Hverjar eru líkurnar á því að samkeppnisstofnun álykti eithvað um samkeppnishamlandi aðgerðir ríkisins? Kanski sama ástæða og að hæstiréttur dæmir sjaldnast ríkinu í óhag?? Af hverju fengu BB og Kaupþing blessun S-stofnunar að sameinast og þar með stórauka líkur á (auknu) samráði bankanna??? Pólitík (ekki bara aum flokkspólitík) er eins mikilvæg í samkeppnismálum og öðrum þjóðfélagsmálum (eins og alltaf).
6. KJÁNALEG LÖG. Alþingismenn eiga það nú til að semja lög sem eru ekki neitt sérlega gáfuleg. Dæmi um samkeppnislögin en þau kveða víst á um að samkeppnisstofnun eigi að fylgjast með verðlagi með verðkönnunum. Ok, stofnunin gerir það samviskusamlega en á sama tíma kvarta þeir yfir manneklu þegar á að rannsaka mikilvæg mál eins og Olíu/Tryggingamálin.
Þessar verðkannanir leiða til einskins (so far). Kikkiði á þær á http://www.samkeppni.is/.
Til að bæta gráu ofaná svart þá eru sumir að kvarta yfir því að verðkannanir DV gefi svo villandi mynd af raunvörulegu verði (og þjónustu) að þeir eru að spá í að kæra…til samkeppnisstofnunar (sem stendur sjálf í verðkönnunum alla daga).
Willy