“All other things being equal, the more frightened a person is by a communication, the more likely her or she is to take positive preventive action.”(Pratkanis and Aronson, 1991)
Snemma á 20. öldinni komst blaðamaður að nafni Walter Lippmann að því að í lýðræðisríki væri ekki hægt að beygja almenning með kúgunum og ofbeldi, þannig að þá þurfti að finna upp nýjar leiðir til að heimskur lýðurinn hagaði sér eins og yfirvöld vildu. Hann kom með kenningu sem hann kallaði “að fjöldaframleiða viðhorf” (the manufacturing of consent). Eitt af fyrstu dæmum þar sem áróðri var beytt í nútíma þjóðfélagi var í Bandaríkjunum (Surprise suprise). Þar vildi sitjandi forseti taka þátt í fyrri heimstyrjöldinni en almenningur sá enga ástæðu til þess þar sem þessi styrjöld var ekki bein ógn við þá. Þá hófst mikið ferli að hálfu stjórnvalda og yfirstétta í landinu að hreinlega hræða almenning til samþykkis. Það tókst með ágætum og þann 6. Apríl 1917 gaf Woodrow Wilson forseti út stríðsyfirlýsingu á hendur Þjóðverjum, sem er kaldhæðið þar sem hann náði endurkjöri 1916 eftir kosningabaráttu þar sem hann lofaði að fara ekki í stríð. Þetta er talið fyrsti sigur áróðurs og upphafið af aðferðafræði sem er beitt í auknu mæli við áróður í dag. Það sem einnig er nauðsýnlegt er að finna einhver innihaldslaus heróp til að heilaþvo múginn, eins og “Support our troops”, “War on terror” o.s.f.v. Sem afleiðing af þessu eru Bandaríkjamenn eitt lífhræddasta fólk í heimi. Það er búið að ala upp í þeim hræðslu með stanslausum áróðri.
Það eru til fleiri aðferðir að beita áróðri en hræðsla er af sumum talin ein sú áhrifaríkasta. En það er líka lykilatriði í þessari aðferðarfræði að múgurinn hafi eitthvað fyrir stafni sem engu skiptir, eins og Íþróttir, tölvuleikir, og annað afþreyingarefni sem heldur okkur frá því að taka þátt í umhverfi okkar.Í BNA er þetta að svínvirka þar kjósa 40%, það vita langflestir ekki hvað dóu margir víetnamar í og eftir stríð, svona mætti lengi telja. En eitt besta dæmi sem ég veit um í fljótu bragði er þegar Busi eldri gaf það sem ástæðu til að “frelsa” Kuwait að “Agressors cannot be rewarded” það var helsta ástæða sem hann gaf upp, hvað meinar maðurinn? Ég veit ekki betur enn að BNA séu búnir að beita 40 lönd í heiminum valdi í gróðaskyni. En þetta var étið upp af öllum heiminum gagnrýnislaust vegna þess að allir fjölmiðlar alstaðar hömruðu á þessu endalaust…
Dæmi um vel heppnaðann áróður;
Það að hræða fólk til hlýðni var beitt af sjálfstæðisflokknum í síðustu alþingiskosningum, og reyndar í borgarstjórakosningunum líka.
BNA dælir vopnum í Indokína sem beita þeim gegn Austur Tímor búum og drepa 1/3 íbúana. Sjónum almennings er beint að hörmungunum í Cambódíu þar sem vissulega átti sér stað hræðilegir hlutir, en BNA menn spiluðu ekki jafn mikið hlutverk þar.
Allir spjallþættir eru ákveðin lengd, þannig að það verða allir að tjá sig í hugmyndum sem allir þekkja. Ef ég t.d. myndi setjast í kastljósið og segja að Hiroshima Nagasaki hafi verið kjarnorkutilraun siðlausra manna mundi ég þurfa tíma til að útskýra mitt mál. Það stendur bara ekki til boða.
Kommúnistagrýlan, og nú hryðjuverkagrýlan.
Vietnam stríðið, þeim tókst um tíma að ljúga að fólki að þeir væru að frelsa Vietnam?!? Dööö, frelsa þá frá hverjum, þeim sjálfum???
Það eru fullt af dæmum sem hægt væri að nefna. En það ætti að vera lokaúrræði að fara í stríð, í dag því miður er nóg að öskra “TERRORIST” sem sannar að áróðurinn er að virka. :(
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman