Alveg fannst mér það ótrúlegt að sjá viðtalið við Halldór utanríkisráðherra sem var áðan á stöð 2, hann bæði gefur í skyn að það verði ekki staðið við eitt af kosningarloforðum um að lækka skatta, heldur tók hann upp hanskann fyrir ítalska þræla fyrirtækið sem er að störfum fyrir austan, ég tel þetta alveg ljósa vísbendingu um að siðferðiskennd þessara mann sem eru hér við völd er algerlega horfin og ekki snefill til af sómatilfinningu hjá þessum mönnum.
Ég er nokkuð viss um að þessir menn hafa vitað hvað muni koma til með að gerast þegar þetta fyrirtæki var fengið verkið. En eitt er víst að Halldór er búin að skrifa sitt viðhorf á blaðsíður Íslandssögunar , og það viðhorf endurlýsir að honum finnst alveg í fínu lagi að ráða ódýra þræla á algerum lágmarkslaunum til að framkvæma mestu framkvæmdir sem hefur verið farið í , í sögu Íslands.
Það er atvinnuleysi hér, fólk er að missa vinnuna í tugavís, og þessir menn þykjast ekki geta ráðið menn í vinnu við þessar framkvæmdir og borgað þeim mannsæmandi laun, maður verður alveg agndofa af að horfa upp á þetta.
Ég sæi það í anda að Halldór eða aðrir menn sem telja sig stóra muni koma til með að sætta sig við þau laun sem eru borguð hjá ítalska verktakafyrirtækinu, og þá er mér minnistætt hækkanir sem urðu á launum þingmanna hér eftir kosningar .