Pétur Blöndal
Núna fyrr í þessari viku var pólítískur fundur í skólanum mínum (MH) þar sem komu fram fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Vinstrigrænna. Annar af fulltrúum sjálfstæðisflokksins var Pétur Blöndal en hann kom fram og fullirti að framhaldsskólanemar væru ekki nógu metnaðarfullir gagnvert skólanum og bar þar fyrir sig að hann hefði unnið sem kennari í Verslunarskólanum. Ég veit ekki hvernig þetta er í verslunarskólanum en ég veit það að í kringum mig er mikið að metnaðarfullu ungu fólki sem hefur sett sér háleit markmið í lífinu og higst framfilgja þeim. Auðvitað vitum við það að það eru alltaf einhverir svartirsauðir, reyndar er frekar hátt fallhlutfall í íslenskum skólum en ég held það sé kannski oft vegna þess að krökkum sem ekki hafa áhuga á sínu námi er ýtt út í menntaskólana þegar þau eiga kannski mun betur heima í iðngreinum eða listagreinum. Ég veit ekki hvort ég eigi að vera að hafa þetta mikið lengra en ég vildi bara benda á þetta álit sem einn að þingmönnum ríkisvaldsins hefur á unga fólkinu í þessu landi.