Í framhaldi af síðustu grein langar mig að koma á framfæri hugmynd af nýju skattkerfi sem ég búin að ganga með í maganum í þónokkurn tíma.
Til að þetta skattkerfi getið orðið að veruleika þarf fyrst að hætta allri peningaútgáfu og gera samfélagið að svokölluðu“seðlalausu samfélagi”.Sem ætti ekki að vera svo mikill vandi hér á landi vegna þess að ca.80% af allri smásölu er gerð með rafrænum hætti.Ég geri einnig ráð fyrir að öll núverandi skattkerfi verði lögð niður þ.e.a.s.vsk,tekjuskattur,eignaskattur,tollur,erfðaskattur,tryggingargjald,markaðsgjald o.s.f.v…..
Hugmyndin er í raun einföld,í staðinn kæmi eitt“RAFRÆNT VELTUSKATTSKERFI”Af hverri peningafærslu rynni ákveiðin prósenta til Ríkisins.
Kostirnir eru ótvíræðir:
1.Skattstjóraembættin leggjast niður,allt fer í gegnum Reiknistofu bankanna jafnóðum.Mikill sparnaður fyrir Ríkissjóð.
2.Einginn lendir í því að skulda skatta frá árinu áður.
3.Eingin skattaskýrsla.
4.Skattsvik og “svört”atvinnustarfsemi heira sögunni til.
5.Sanngjörn skattlagning,þeir sem hafa mest af peningum milli handanna borga mest.
6.Bókhald fyrirtækja verður einfaldara.
7.Jón Ólafs í Skífuni þyrfti að fara að borga skatta :)
Endilega komið með “commennt”á hugmyndinna
Kveðja,
IZE