Silfrið að hætta
Silfur Egils hefur verið hringiða stjórnmálaumræðu síðast liðin fjögur ár. Þar hafa mörg gullkornin lent, mörg málefnin krafin til mergjar, og margur maðurinn horft á í gegnum sjónvarpstækið hjá sér. Að horfa á Silfrið á Sunnudögum kannski með smá timburmenn, er venja sem ég á eftir að sakna.
Nú nýlega var tilkynnt að Silfur Egils mekka stjórnmálaáhugamanna verði ekki lengur á skjánum, a.m.k. ekki hjá Skjá einum.
Þetta er leiðinlegt að heyra, því þetta var EINI alvöru stjórnmálaþátturinn, þar sem heyrðust álit margra, bæði stjórnmálamanna, stjórnmála-spekúlantra, og margra sérhæfðra einstaklinga í einstökum málefnum. Frábærir þættir sem margir eiga eftir að sakna. Nú er bara að vona að Stöð 2 sjái sér hag í því að ráða Egil Helgason.(sem er ólíklegt miðað við uppsagnir síðustu vikur).
Fyrir mitt leyti er ekki nokkur vafi á því að þátturinn hans laði að auglýsingar. Því að flestir með eitthverju viti, horfa á þennan þátt.
Því hefur verið fleigt fram að markaðurinn fyrir stjórnmálaþætti sé mettaður. NEI segi ég. Hann stækkar jafnt og þétt eftir því sem fleiri þættir eru. Því fleir þættir því fleiri sem ræða um stjórnmál, og því fleiri sem vilja fá að vita hvað fólkið sé að tala um og kíkir því á þættina.
Því fleiri stjórnmálaþættir, þvi opnari og meiri umræða fer fram um ýmis álitamál, og líklegra að sanngjarnari niðurstaði náist en áður.
Ef svo fer ekki, að Silfrið fari á aðra stöð, þá vil ég þakka Agli Helgasyni fyrir góð fjögur ár.
P.s. ég er hættur að horfa á Skjá einn, ekkert sem heillar mig. A.m.k. ekki lengur, og í smá mótmælaskyni einnig :)
Deiglan.com náði tali af Agli, rétt eftir að þetta kom í ljós.
http://www.deiglan.com/3468.html