Er ekki ótrúlegt að horfa uppá Íngibjörgu Sólrúnu þessa dagana þar sem hún er að fullkomna sitt pólitíska sjálfsmorð. Ég sem vinstrimaður hef þessa dagana verið að spyrja sjálfann mig, hvert er hið pólitíska mótvægi við hægri öflin í landinu, eru það vinstri grænir eða samfylkinginn, eða Steingrímur J. eða Össur skarphjéðinnsson, það er allavegana ljóst að mótvægið er ekki framsóknarflokkurinn.
Ég veit ekki hvort að ég á að hlægja eða gráta þegar mynnst er á vinstri græna, þeir virðast hafa týnd sér í umhverfis málunum, og Kolbrún alveg sérstaklega, öfgarnar alsráðandi þar á bæ, og svo kemur Steingrímur J, hlægilegur fornmaður í sínum mosgrænu jakkafötum og þykist alvitur í umhverfismálum, þá vil ég nú heldur Hjörleif.
En Samfylkingin er flokkurinn sem ég bind vonir mína við, að geti orðið mótvægið fyrrnefnda, en það er alveg ljóst að flokkurinn verður það aldrei með Össur Skarphjéðinsson sem formann þess flokks, því að hann er jú maðurinn sem Davíð Oddson gerir grín að vikulega, ef ekki daglega og Össur á ekkert svar við, og hver var það sem tók þátt í því með Davíð Oddssini að ráðast á baugsfeðga og saka þá um einokun á matvörumarkaði ?
Ég vil bara benda Össuri á það að Bónus (og Hagkaup) verslanirnar hafa stuðlað að lágu matvöruverði hér á landi og stuðlað þar með að lægri neisluvísitölu sem þýðir minni skuldir heimilana, en það er ekki stjórnmálamönnum að þakka það, en það ætti Össur og Jón Baldvin að vita, en sá síðarnefndi var fjármálaráðherra 1987 þegar matarskatturinn var settur á.
Ég batt því vonir mínar við kvennskörungin Íngibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, en ég hef haft tröllatrú á henni síðan hún kom fram við stofnun R listans 1994 á hótel sögu, en á þeim fundi var ég, og þótti mér mikið til hennar koma.
Það urðu mér og öðrum því gífurleg vonbrigði þegar hún og ættingi hennar, Össur nokkur klúðruðu því hvernig ætti að koma henni að á listann fyrir kosningarnar í vor, sem endaði með því að hún varð að segja af sér sem borgarstjóri, þvílík dj.. vonbrigð, og svo til að toppa allt, þá náði hún ekki á þing og Davíð Oddson stóð uppi sem sigurvegari þrátt fyrir að flokkurinn hanns tapaði.
Það sem við erum að horfa upp á núna er eins og rökrétt frammhald af pólitísku sjálfsmorði Íngibjargar Sólrúnar með hjálp Össurar, en Össur hefur sagt það í blöðum, sjónvarpi og víða að honum sé alveg sama þó að 90% kjósanda Samfylkingarinnar vilji hann burt, hann sé formaður Samfylkingarinnar og guðfaðir og því verði bara ekki breitt nema kanski eftir 2 ár. Ef það væri einhver dugur í framámönnum flokksins, þá ættu þeir auðvitað að þrýsta á Íngibjörg að bjóða sig framm á flokksþinginu í haust og þrýsta á Össur að fara“eithvað”.
Ég segi fyrir mína parta að ég hef ekki þrek né geð í það að bíða í 2 ár og þurfa að horfa á niðurlægingu Íngibjargar og Samfylkingarinnar á meðan, og þá alveg sérstaklega að þurfa að horfa á Össur í formannsstólnum og hlusta á flyssið í sjálfstæðismönnum. Ef framm sem fer þá sigra hægriöflin í landinu, og þá er það bara spurningin hvort að maður eigi ekki bara að styðja þá, bara til að falla í hópinn, og fyrir ykkur konurnar, þá yrði núverandi niðurlæging smámunir miða við það sem það gæti orðið í framtíðinni.
kveðja Dönitz.