Berjumst fyrir lögleiðingu fíkniefna!

Áður enn þið úthrópið mig sem geðsjúkling væri gaman ef þið mynduð lesa alla greinina og dæma mig svo.
Mikið af greinini vitnar í hvernig þróunnin hefur verið í Bandaríkjunum, sem hlítur að teljast sanngjarnt þar sem við öpum eftir öllu sem þeir þar vestra taka sér fyrir hendur, s.b. “War on drugs”.
Ég vil líka taka fram að ég neyti bara löglegra fíkniefna eins og kaffi, áfengi og Kóke, þannig að ekki er það þess vegna sem ég er að skrifa þessa grein.

Ég var að lesa bók sem heitir “Reefer madness” eftir Eric Schloss, (hann hefur einnig skrifað Fast food nation), sem vakti upp spurningu sem ég hef oft verið að velta fyrir mér, af hverju eru eiturlyf bönnuð? O.K. Ríkið er að passa okkur, en er þetta ekki heilbrigðisvandamál? Af hverju er lögreglan að vasast í heilbrigðisvandamáli? Jah, ég las reyndar í bók sem heitir “Pills-a-go-go” ágætis kenningu, þar vildi höfundur meina að þetta er gert að lögreglumáli til að réttlæta aukið útlát til lögreglu, fjölgun lögreglumanna, og pólítísk lyftistöng fyrir úr sér gengna pólítíkusa. Samanber kosningaáróður Framsóknarmanna “Milljarð í forvarnir”, eða var það milljarð í auglýsingar, alla vega þá er þetta vandamál er ekki að leysast og þó að Björn Bjarnasson finnist allt í einu vera að fara að halla undan fæti og reynir að bjarga ferlinum með að þyngja enn frekar fíkniefnabrot mun þetta vandamál ekki hverfa. Var það ekki í fyrra sem Sólveig P. kom því í gegn að þyngja ætti refsingar í fíkniefnamálum, það reyndar hjálpaði henni ekki, reyndar erum við 10 árum á eftir BNA hvað þessi þynging varðar, því að Bill “I didnt inhale” Clinton barðist fyrir því að þyngja refsingar. Hér er tafla sem sýnir þróun í þessum málum síðan.

Ár______Þeir sem hlutu dóma___Þar af dæmdir fyrir fíkniefnabrot____Prósenta fíkniefnabrota

1990______________46,575_____________ __________24,297____________________52.2%
1991________ ______52,176_______________________29,667______________ ______56.9%
1992______________59,516__________________ _____35,398____________________59.5%
1993_____________ _68,183_______________________41,393___________________ _60.7%
1994______________73,958_______________________ 45,367____________________61.3%
1995______________76,9 47_______________________46,669____________________60.7 %
1996______________80,872_______________________49,09 6____________________60.7%
1997______________87,294___ ____________________52,059____________________59.6%
19 98______________95,323_______________________55,984____ ________________58.7%
1999_____________104,500________ _______________60,399____________________57.8%
2000___ __________112,329_______________________63,898_________ ___________56.9%
2001_____________120,829_____________ __________67,037____________________55.5%
2002________ _____128,090_______________________70,009______________ ______54.7%

Í fyrra fór fjöldi fanga í BNA yfir 2 milljónir manns(1) í fyrsta sinn, samkvæmt töfluni hér að ofan má gróflega áætla að helmingurinn séu inni vegna eiturlyfja. Þessi gífurlegi fjöldi er ¼ af öllum föngum heims eða 1 af hverjum 142 sem bjuggu í BNA voru í fangelsi. Ef við tökum Ísland til samanburðar væru í kríng um 2042 manns í fangelsi, (það búa t.d. 1860 manns í Hveragerði). En róleg, þetta er ekki orðið svona slæmt hér, en gæti orðið það ef fram heldur sem horfir, hér er tengill á ástandið á Íslandi í boði ríkislögreglustjóra.

Yfirlit fíkniefnabrota á íslandi;
http://www.police.is/displayer.asp?cat_id=752

Í samhengi við þessar ótrúlegu tölur langar mig að fjalla aðeins um, hver er tilgangur laga? Hverjum eru lög sem koma svona stórum hluta borgarana bak við lás og slá í hag? Án þess að ég sé lögfróður, mundi ég samt telja að tilgangur laga væri að verja borgarana gegn hinum ýmsu hættum sem stafa af því að búa í samfélagi. Eiturlyfjalöggjöfin er ekki að gera það! Eiturlyfjalöggjöfin er að koma fleirum og fleirum í fangelsi í lengri og lengri tíma! Mannúðarlegasta stefnan að taka í þessum málum hlítur að vera að lögleiða þetta! En bíðið, ég er með fleiri rök.

Ef maður gæti farið út í apótek og fengið sér pakka af jónum (sem hægt væri að rækta á Íslandi) á eins og 700-800 kall þarf ég bara að týna flöskur eitt kvöld þá get ég fullnægt fíknini fram að næstu helgi. Gróðinn sem ríkið fengi af þessu yrði notaður í að byggja upp meðvitund um hættur þess að neyta þessara efna og til að efla starf SÁÁ fyrir þá sem missa sig.

Ef þú spyrð 16. ára ungling í dag hvort hann geti reddað sér eru 98% líkur að hann þekki einhvern sem þekkir einhvern, og ef hann er nógu vitlaus að vilja prófa gerir hann það!

Staðreynd 1; Sá sem er að selja er einhver sveittur náungi sem hikar ekki við að senda handrukkara á fjölskyldu unglingsins ef hann slysast til að gleyma að borga, og ef “dealerinn” á ekki það sem verið að biðja um vill hann yfirleitt pranga einhverju öðru inn á unglinginn. M.ö.o. Eru “dealerar” yfirleitt ekki gott fólk.

Staðreynd 2; Sumir grípa til þess að fremja glæpi til að eiga fyrir rándýru draslinu. Með því að lögleiða þurfa börnin okkar aldrei að eiga við þessa menn. Og yrðu stoðunum þannig kippt undan helming allrar glæpastarfsemi á landinu.

Staðreynd 3; “Dealerinn” hikar ekki við að eiga við efnið til að auka gróðann sinn. Minnsta kosti helmingur þeirra sem O.D. gera það vegna þess að þeir hafa ekki fengið hreint efni og misreikna þolið þegar þeir loks slysast til að fá hreint efni.

Ofbeldi í fíkniefnaheiminum
http://www.police.is/displayer.asp?c at_id=752

Ég gæti haldið áfram en ég held ég vilji fá viðbrögð, ég ætla að enda þetta á að koma með staðreynd sem ekki er hægt að horfa fram hjá, ÞAÐ VILL ENGIN VERA FÍKILL!
Takk.

Ikeaboy69

1# BBC Mánudag, 7 Apríl, 2003
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman