Þeir sem ekki eru farnir að búa átta sig kannski ekki alveg á því hversu mikið þeir þurfa að
borga til þess að lifa á þessu skeri :). Ég er með ca. 135.000 kall útborgað (heildarlaun 200.000). Ég keypti íbúð í fyrra (mína fyrstu)
og borgaði þar 67% af andvirði íbúðarinnar út og skulda hin 23%-in. Ég borga alltaf 48.000 krónur á mánuði
í reikninga hjá greiðsluþjónustu Íslandsbanka en það eru þó nokkrir reikningar sem ekki eru inni í greiðsluþjónustunni
eins og sími, bílatryggingar o.fl. En í gær var mér öllum lokið. Ég fékk reikning upp á eignaskatt. sem hljóðar upp á meira en 7.000 krónur á MÁNUÐI.
Ég borga s.s. 15.000 krónur í afborganir á íbúðarlánunum og 7.000 krónur í eignaskatt. Þar með er afgangurinn af laununum sem mér þótti nú bara sómasamleg ekki nema rúmlega 70.000 sem á að fara í mat fyrir 3 og aðrar nauðsynjar. Hversskonar bull er þetta.
Þarf maður að marg borga skattana í þessu landi. Ég hef því miður tvisvar gengið í gegnum missi ástvina og þekki það ferli ágætlega.
Þrátt fyrir að manneskja eyði öllu lífi sínu í að borga skatt af því sem hún hefur eignast eins og við öll gerum þá þarf erfingi samt sem
áður að borga *10% (þ.e. ef þú ert barn viðkomandi, ef þú ert barnabarn geri ég ráð fyrir að stofninn sé hærri) í skatt af því sem marg oft er búið að borga skatt af. Þetta er svo út í hött að það nær engri átt.
Skatturinn tekur 40% af laununum, 24,5% af öllu sem við kaupum fer í skatt, þú verður að borga ríkíssjónvarpið ef þú átt
sjónvarp (ekkert annað en skattur), eignaskatt (sem er greinileg ekkert djók), erfðaskatt (ef þú ert það óheppin), tekjuskatt, bílagjöld svo ég minnist ekki á
að 70% af verði bensíns er skattur, hundagjöld :)… Er ég að gleyma einhverju?
Er fólk alveg sátt við þetta fyrirkomulag? Er einhver réttlæting í erfðaskatti eða eignaskatti? Loksins þegar þú ert búinn að eignast eitthvað
þarftu þá að gefa ríkinu smá af því mánaðarlega. Ég get bara ekki sætt mig við þetta.
*Miðað við að heildararfur sé meira en 3,7 millj. annars 5% og fer stig hækkandi frá 731 þús.