Jón Sigurðsson Ævi Jóns Sigurðssonar var viðburðarík, og mikill stjórnmálamaður var hann, oftast talinn sá lærðasti af öllum pólitíkusum. En hvernig maður var hann? Hvernig var ævi hans?

Jón Sigurðsson fæddist þann 17. júní árið 1811, á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Nafn hans kom varla á óvart því báðir afar hans hétu Jón, því hann var sonur Sigurðar Jónssonar, prests á Hrafnseyri, og Þórdísar Jónsdóttur.
Lítið er vitað um uppvaxtarár Jóns. Til er þó saga um að þegar Jón hafi verið á fermingaraldri hafi hann verið látinn róa til sjós á báti föður síns. Svo fóru skipverjarnir að skipta með sér aflanum. Jón átti fyrst aðeins að fá hálfan hlut á við aðra skipsverja, en hann hafði unnið fyrir fullum, og að lokum féllst formaðurinn á að hann fengi heilan hlut eins og fullorðin maður. Þessi saga sannar hversu iðinn Jón var, hann lét sinn hlut ekki fyrir neinum, enda alinn upp við miklja iðju- og hirðusemi.
Þegar Jón var rúmlega 18 ára gamall flutti hann til Reykjavíkur úr foreldrahúsum. Þar tók hann stúdentspróf en faðir hans hafði kennt honum allt sem þurfti í heimahúsi. Einnig starfaði hann í verslun föðurbróður síns um hríð, hjá Einari Jónssyni, en þar kynntist hann konu sinni Ingibjörgu, dóttur Einars. Árið 1830 gerðist Jón skrifari hjá biskupi í Laugarnesi, en þar fékk hann þann áhuga á fræðiritum sem hafði mikil áhrif á lífsstarf hans seinna meir. Nokkrum árum seinna fór Jón til Kaupmannahafnar í háskólanám.En hann lauk í rauninni aldrei háskóla, heldur tók að sér hin ýmsu fræðistörf. Jón var leiðtogi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni, en árið 1841 hóf Jón ásamt nokkrum félögum sínum útgáfu á nokkurs konar uppreisnarblaði sem þeir skírðu Ný Félagsrit.
Jón vildi láta endurreisa Alþingi, en ólíkt sumum, þá vildi hann ekki hafa það á Þingvöllum, heldur í Reykjavík. Árið 1845 varð það loksins endurreist og í Reykjavík því embættismenn sem réðu mestu um ákvarðanir Danakonungs voru sammála Jóni um staðsetningu þess. Þingið kom saman 1 sinni á ári, og þar sátu 20 fulltrúar þjóðarinnar, aðeins vel efnaðir karlmenn. Jón var kosinn á þing fyrir fæðingarsýslu sína, Ísafjarðarsýslu, en einnig var hann 10 sinnum kosinn forseti Alþingis, og til gamans má geta að enginn hefur gengt þeirri stöðu svo lengi. Þegar Jón kom heim frá Kaupmannahöfn giftist hann Ingibjörgu dóttur Einars, en hún hafði þá beðið hans í rúm 12 ár. Árið 1849 var lögleidd Þingbundin Konungsstjórn úti í Danmörku. Þá vissu Íslendingar ekki hvað átti eiginlega að verða um stjórn Íslands. Því var Jón fyrstur að svara í Nýjum Félagsritum árið 1948. Þar segir hann að Íslendingar hafi gengið undir vald Noregskonungs með Gamla Sáttmála árið 1262, en eigi undir vald Norðmanna. Ef að Danakonungur vildi ekki vera einvaldur lengur yrði hann að fá íslensku þjóðinni vald yfir eigin landi. Um þetta var haldið þing árið 1951 sem kallað var þjóðfundurinn. Þar lagði danska ríkisstjórnin fram frumvarp um stöðu Íslands í danska ríkinu. Danir höfðu vitað að Íslendingar yrðu ekki ánægðir með frumvarpið, enda voru 25 hermenn sendir með því til Íslands. Í lok fundarins lögðu Íslendingar undir forystu Jóns fram gjörólíkt frumvarp. Fulltrúi konungs á fundinum skammaði fundarmenn fyrir að eyða tíma sínum en fundurinn hafði þá staðið í 5 vikur. Þá sleit hann fundinum í nafni konungs. Áður en hann hafði sleppt orðinu greip Jón fram í og bað um að fá að verja gerðir fundarmanna. Því neitaði konungsfulltrúi. Þá risu þingmenn upp og sögðu flestir í einum kór: „Vér mótmælum allir“. Þessi endalok þjóðfundarins gerðu það að verkum að Danakonungur réð yfir Íslandi áfram í meira en 20 ár.
Jón var leiðtogi Íslendinga í þessari miklu baráttu. Hann bjó í Kaupmannahöfn ásamt Ingibjörgu konu sinni og fékkst við ritstörf, gaf út bækur, og skráði ýmis skjöl. Einnig var hann lengi forseti Kaupmannahafnardeildar Hins Íslenska Bókmenntafélags. Ásamt því að vera forseti Alþingis þá fékk hann titilinn Jón Forseti. Á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874 afhentu Danir Íslendingum stjórnarskrá þar sem Alþingi fékk löggjafarvald með konungi og fjárforræði. Þá mælti Jón að þetta væri „trappa til að standa á“ (http://www.hrafnseyri.is/foring_i.html#stjs) enda var sjálfstæðisbaráttunni alls ekki lokið. Jón var ekki viðstaddur þegar Danakonungur fór til Íslands á þjóðhátíðina á Þingvöllum. Í stað þess var hann heima í Kaupmannahöfn ritandi vinum og samherjum bréf með ráðum og fyrirmælum.

Það má segja að Jón hafi verið nokkurs konar ólaunaður sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn. Hluti af hans pólitísku velgengni var án efa það að ef óskað var eftir aðstoð hans þá gerði hann það með glöðu geði. Hann var leiðtogi mikill, en samt ávallt vinur og jafningi samherja sinna. Eftir nokkurra mánaða erfið veikindi lést Jón Sigurðsson á heimili sínu í Kaupmannahöfn þann 9. desember árið 1879. Ingibjörg kona hans andaðist svo 9 dögum seinna, og voru þau grafin í kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Íslendingar í Kaupmannahöfn létu silfursveig á kistu Jóns sem á stóð: „Óskabarn Íslands, sómi þess, sverð og skjöldur.“

kv,
Dr.Evil