Drekinn, þú segir “Ef þú hefur séð myndina sjálfur þá sérðu að flest af því sem sagt er í þessari grein er bull.
Stór hluti af greininni fjallar um þegar heston sést halda á byssunni og svo er klippt yfir á annað og svo er klippt yfir á annan fund. Hvergi í myndinni er reynt að halda því fram að þetta sé af sama fundi.
Þessi blessaða grein er algjört bull og ég mæli með því að fólk horfi á myndina og sé ekkert að pæla í einhverjum greinum sem hinir eða þessir skrifa.”
Ég hef reyndar séð þessa blessuðu mynd tvisvar. Ég ég get sagt að álit mitt á Charlton Heston var ekki mikið eftir að hafa séð hana. Hvert var þitt álit á honum eftir að hafa séð myndina?
Fannst þér hann bara ekki vera hinn besti gaur?
Þótt að Michael Moore segi ekki neitt að þetta sé af sama fundi, en hann klippir þetta þannig til að fólk heldur það! Hvað kemur t.d. fundurinn sem að var haldinn í Charlotte 8 mánuðum eftir að strákurinn skaut littlu stelpuna málinu við? Afhverju er hann að tala um þetta morð og NRA í söu mund, og klippir síðan á Charlton Heston segja með byssu í hendi “from my cold dead hands”, þegar þetta gerðist 8 mánuðum eftir atburðinn?
Afhverju lætur Moore það líta út eins og NRA hafi hraðað sér til Denver viku eftir Columbine fjöldamorðið til að halda “pro” byssu fund, þegar að raunin er að þetta var árlegur fundur félagsins, sem að hafði verið skipulagður með margra ára fyrirvara. Sérstaklega í ljósi þess að þeir aflýstu öllum uppákomum, nema aðalfundinum afþví að þeim var ekki lagalega stætt á því að aflýsa honum. Reynd þú að láta 4 milljón manns vita með viku fyrirvara að fundi sem að það sé búið að kaupa flugmiða, og sennilega búið að borga hótel o.s.f. að koma ekki! Þeir verða að gera það með allavega 3 mánaða fyrirvara samkvæmt lögum!
Afhverju breytir hann þessu; “I said to the mayor, well, my reply to the mayor is, I volunteered for the war they wanted me to attend when I was 18 years old. Since then, I've run small errands for my country, from Nigeria to Vietnam. I know many of you here in this room could say the same thing.
NRA members are in city hall, Fort Carson, NORAD, the Air Force Academy and the Olympic Training Center. And yes, NRA members are surely among the police and fire and SWAT team heroes who risked their lives to rescue the students at Columbine.
Don't come here? We're already here. This community is our home. Every community in America is our home. We are a 128-year-old fixture of mainstream America. The Second Amendment ethic of lawful, responsible firearm ownership spans the broadest cross section of American life imaginable.
So, we have the same right as all other citizens to be here. To help shoulder the grief and share our sorrow and to offer our respectful, reassured voice to the national discourse that has erupted around this tragedy.”
Í þetta; “I said to the Mayor: As Americans, we're free to travel wherever we want in our broad land. Don't come here? We're already here!”
Ef þér finnst hann verða að segja allt með berum orðum ertu bara vitleysingur, hann klippir þetta þannig sama að það er ekki hægt að sjá ekki hvað hann ætlar sér.
Líka þetta með þegar hann fór bara inn í banka, opnaði banka reikning og labbaði út með byssu. Þetta ferli tók í raun og veru yfir mánuð, og hann þurfti að leggja inn 4000 dollara. Aftur klippti hann þetta þannig að það virkaði eins og þetta hefði bara tekið 10 mínútur.
Með strákinn sem að drap littlu stelpuna, Michael Moore lætur þetta líta út eins og þetta hefði bara verið lítill saklaus strákur sem að hefði fundið byssu hjá frænda sínum og farið með hana í sakleysi sínu í skólann og óvart drepið stelpuna. Staðreyndin er sú að strákurinn var frægur skólafantur, hafði verið rekinn um tíma fyrir að stinga krakka með býanti, og hafði rifist við stelpuna daginn áður en hann drap hana. Eftir morðið er hann síðan búinn að stinga annað barn með hníf. Hús frænda hans var krakkhús, frændinn var marg dæmdur eyturlyfjasali. Nokkrum vikum eftir morðið var Amma stráksins handtekin ásamt frænku hans við eyturlyfja sölu. Þegar að lögreglan fór síðan með fjölskylduna burt úr hverfinu komu nágrannarnir út og klöppuðu þeim lof í lófa. Þetta var ekki “góð, en misskilin fjölskylda”. Krakkinn greinilega snar geðveikur, og hefði drepið einhvern, hvort sem að hann hefði komist í byssu eða ekki!
Síðan er líka gaman að benda á það að þessar tölur um mannfall af byssu völdum eru frekar afskræmdar. Hann talar um alla sem að hafa fallið fyrir byssu í BNA, morð, sjálfsvíg, slys og sjálfsvörn. Síðan þegar hann talar um önnur lönd þá tekur hann bara morðin. Staðreyndin er sú að 3/5 þeirra sem að falla fyrir byssum í BNA gera það fyrir slys, eða eigin hendi, 1/5 í sjálfsvörn eða af völdum lögreglu og 1/5 vegna morðs!
Þessi mynd er bara tilbúningur frá upphafi til enda, og hefði ekki átt að fá Óskarinn sem heimildarmynd, vegna þess að þetta er ekki heimildarmynd. Hún er samt mjög fyndin, hann má eiga það =)
Eftir að hafa komist að sannleikanum um þessa mynd, þá ber ég ekki neina virðingu fyrir þessum manni. Hann er bara lygari og drullusokkur. Viðbjóður sem að myndi stinga ömmu sína í bakið ef hann héldi það koma sér vel.
“If you can't stand the heat in the dressing-room, get out of the kitchen.”