Úr því að fyrri grein mín fékk svona góðan hljómgrunn langar mig að halda áfram að segja ykkur af hverju bandaríkjamenn eru hataðir víða.

Zbigniew Brzezinski “national security advisor” í stjórn Jimmy Carter viðurkenndi í viðtali 1998 að það að BNA-stjórn hafi aðeins aðstoðað Afgani eftir innrás Sovíétmanna væri lýgi, raunin var að 6 mánuðum fyrir innrás sovíet byrjuðu BNA að dæla pening í Moujahadjeen, sem voru strangtrúaðir Múslímar, þó svo að það gæti valdið innrás í Afganistan.
Brzezinski var spurður hvort hann sæji eftir þessari ákvörðun, hann svaraði…

“Sjá eftir hverju? Þessi stuðningur varð til þess að Rússar drógust inn í Afganistan, og þú vilt að ég sjá eftir því? Daginn sem Sovíétmenn fóru yfir landamærin ritað ég Jimmy Carter ; nú höfum við tækifærið til að gefa þeim þeirra Vietnam. Og sú varð raunin, eftir 10 ára stríð varð siðspillingin til þess and Sovíétríkin leystust upp.”

Heimurinn er enn þann dag í dag að súpa seyðið af þessari ákvörðun, en þetta bitnaði mest á Afgönsku þjóðini helmingur þjóðarinar dó, urðu krypplingar eða þurftu að flýja heimili sín í þessum átökum!!!! Það er engin lýgi. Þetta gaf einnig af sér þúsundir öfgatrúarmanna sem eru búnir að vera með hryðjuverk með jöfnu millibili síðan. Svo ég tali ekki um kúgun, sérstaklega kvenna. Og fyrir að spila lykilhlutverk í þessu öllu saman Zbigniew Brzezinski sér ekki eftir neinu, eftirsjá? Maðurinn er stoltur af þessu, hann er greinilega “sociopath” (fann ekkert gott íslenskt orð yfir það). En íslenska þýðingin er “maður sem er fjandsamlegur umhverfi sínu” hún er bara ekki nógu góðað mínu mati. ef að þessi ágæti maður hefði verið uppi á miðöldum hefði hann verið kallaður Zbigniew hin hræðilegi.

Hrimildir; Rogue state eftir William Blum
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman