Stjórnskipulag stórfyrirtækja í dag eru fasismi og eiga að mínu mati ekki heima í lýðræði.

(Nú verður allt vitlaust)

Reyndar er fasismi pólítískt hugtak þannig að það er svolítið erfitt að negla þann stimpil á stórfyrirtækin, en ef maður skoðar valdaskiptinguna innan stórfyrirtækja fer valdið frá toppnum (frá stjórn) niður til verkamannsins, svo sitja hluthafar, fjárfestingabankar eða bara eigendur á toppnum lausir við ábyrgð. Verkamennirnir geta komið með tillögur og verið með uppsteit, það gátu þrælar líka, en valdið situr samt hjá stjórnini. Þeir sem eru ekki eigendur eða fjárfestar hafa ekkert um málin að segja. Verkamennirnir geta valið að leigja út vinnu sína, keypt af fyrirtækinu framleiðsluna eða reynt að klifra upp metorðastigan innan fyrirtækisins en það eru einu leiðir verkamannsins til að hafa áhrif innan fyrirtækisins. Þetta er hugsanlega svolítið ýkt hjá mér því að fyrirtækin þurfa að fara eftir lögum og reglum, borga skatta lágmarkslaun osfv. En það breytir því ekki að engin samtök eða félög í nútímaþjóðfélagi beyta einræði líkt og stórfyrirtæki.

Thomas Jefferson gerði greinarmun á tveimur hópum, aðalsmönnum (aristocrats) og lýðræðissinnum (democrats). Aðalsmenn óttast og vantreysta almenningi og vilja draga öll völd til yfirstéttana, þessi sjónarmið eiga sameiginleg með t.d. Lenínistum og fleiri ógnastjórnum nema að Lenínistar vildu að hinir “gáfuðu” ættu að leiða heimskann fjöldann. Flestir frjálslyndir samkvæmt þessari skilgreiningu eru aðalsmenn. Á meðan lýðræðissinnar vilja að almenningur séu við stjórnvölinn hvort sem hann tekur réttar ákvarðanir eða ekki. Lýðræðissinnar eru til í dag en eru hægt og bítandi að deyja út, því miður. Jefferson varaði sérstaklega við að ef bankar og fyrirtæki yrðu of valdamikil hefðu aðalsmennirnir unnið. Þetta er það sem er að gerast í dag aðalsmennirnir eru að vinna, hinir fáu ríku, “gáfuðu” eru búnir að taka völdin.
En eins og góður vinur minn sagði, við eigum þetta skilið því að við kjósum þetta yfir okkur.

“Democracy is rooted in freedom, solidarity, a choice of work and the ability to to participate in the social order. Democracy produces real people.” -John Dewey, heimspekingur

Cheers,
Ikeaboy69
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman