Tveimur mánuðum eftir 9-11 stóð stórum stöfum á forsíðu Newsweek “Why do they hate us!” buh fucking hu… í þessari grein ætla ég að segja ykkur af hverju Bandaríkjamenn eru hataðir víða, og ein af ástæðum þess að 9-11 kom til. Hatur er einn öflagasti drifkraftur manneskjunar, en hatur hlítur að vera áunnið.
Ég persónulega held að Bandaríkjastjórn hafi komist í feitt þegar þessir brjálæðingar rændu flugvélunum fjórum og frömdu ódæðisverkin 11 sept. 2001. Nú er komin ný grýla þannig BNA-stjórn getur réttlát gjörðir sínar gagnvart eigin þegnum og öðrum löndum, hérna í den voru flest voðaverk sem framin voru af BNA-stjórn gerð til að koma í veg fyrir að kommúnismi næði fótfestu. Ef maður ber saman hvað BNA gerði til að koma í veg fyrir kommúnimsa við hvað stalínistar gerðu, hvað voðaverk varðar, er ég annsi hræddur um að BNA hafi vinninginn. Hér er listi yfir þau lönd sem BNA hefur gert loftárásir á frá 1945 til 1999;
Kína 1945-46
Korea og Kína 1950-53
Guatemala 1954
Indónesía 1958
Kúba 1959-1961
Guatemala 1960
Congo 1964
Peru 1965
Laos 1964-73
Víetnam 1961-73
Kambódía 1969-70
Guatemala 1967-69
Grenada 1983
Lebanon 1983,1984
Libya 1986
El Salvador 1980
Nicaragua 1980
Iran 1987
Panama 1989
Írak 1991
Kúwait 1991
Sómalía 1993
Bosnía 1994,1995
Súdan 1998
Afganistan 1998
Júgóslavía 1999
Góður listi. En þegar á heildina er litið hefur BNA-stjórn verið með puttana í málum 40 þjóða með hræðilegum afleiðingum. En lífin sem týndust voru ekki bandaríkjamenn þannig að þetta er allt í lagi.
Ég var að spjalla við Bandaríkjamann um Víetnamstríðið um daginn, hann sagði “ Já þetta var hræðilegt það glötuðust 38.000 líf”. Ég missti andlitið en spurði samt “Hvað með þessar 3 milljónir víetnama sem létust í eða sem afleiðing af stríðinu?” þá sagði minn maður “Voru það svo margir”, “ja þið kveiktuð í skóglendi, helltuð tugi þúsunda tonna af Agent Orange yfir liðið, það er talið að þúsundir kílóa af díoxín hafi verið beytt” ,og díoxín er seigur andsk… (Fyrir þá sem vilja vita þarf aðeins 3 únsur af ógeðinu í vatnsból New York til að þurrka út alla sem það búa). Hann kom alveg af fjöllum sem kannski ekkert skrítið, maður sér Jay Leno aldrei gera grín að þessu þannig að þetta hlýtur að vera lýgi. Alla vega þá segja fræðimenn að ekkert ríki hafi hagað sér eins og BNA síðan rómarveldi var og hét, sem segir okkur að við þurfum bara að halla okkur aftur og bíða þangað til þeir skjóta sjálfan sig í fótinn.
Ég á örruglega eftir að fá einhver svör sem segja “Hvað er uppáhalds tónlistin þín?” osfv þannig að mig langar að taka fram að ég hef ekkert á móti Bandarísku þjóðinni sem slíkri en ég er mjög mikið á móti stefnu bandaríkjastjórnar.
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman