Það er eitt mál sem er stærra í umræðunni en önnur mál í dag, jú það er umræðan um borgarstjórann og olíumálin.
Hann upplýsti fyrrverandi borgarstjóra um stöðu mála varðandi hvernig hann kom að samningamálum borgarinnar annarsvegar og olíufélagsins hinsvegar. Eins og kom fram hjá forsætisráðherra þá veit hann hvort hann hefur svikið borgina eða ekki.
Hversvegna kemur borgarstjóri ekki fram og gerir hreint fyrir sínum dyrum, ef fyrrverandi borgarstjóri veit um málið þá hversvegna má minnihlutinn í borgarstjórn og almenningur ekki vita hvernig hann kom að þessu, hefur hann eitthvað að fela, þögn hans er alger í þessu máli, hversvegna, hann er í opinberu starfi, honum ber að segja almenningi frá því hvernig hann kemur að þessu máli, honum ber skylda til þess, almenningur á heimtingu og kröfu á því.
Að mínu mati verður hann að gera hreint fyrir sínum dyrum, almenningur mun ekki samþykkja annað.
Hvernig er staða talsmanns samfylkingarinnar, getur hún (isg) bara þagað þunnu hljóði og látið sem ekkert sé ? Ef eitthvað óhreint kemur í ljós er þá ekki isg meðsek fyrir að hylma yfir með honum ? Er Þórólfur hæfur til að krefjast skaðabóta fyrir hönd borgarinnar verið starfandi hjá Essó er samningurinn var undirritaður og undirritaður af honum sjálfum ?