Mér finnst alveg afkáralegt að tala um að það eigi að keyra eins hægt og \“hægt\” er svo að \“EF\” slysin gerist, þá verði sem minnstur skaði…
pæliði aðeins í þessu fólk….. umferðarráð leggur meiri áherslu á það að minnka afleiðingarnar heldur en að minnka atvikin……


hérna kemur svolítið sem fólk ætti að hafa í huga

ef þú ert í umferðinni þá átt þú að hafa nógu mikið bil á milli bíla, gefa stefnuljós, þekkja réttinn sinn, fylgjast með í umferðinni, ekki keyra ef það er þreytt, sína almenna tillitsemi…. ef að allir gerðu þetta, þá þyrftum við ekki að finna einhvern blóraböggul fyrir slysum eins og hraðakstur…..enda sýna gögn umferðarráðs frá 1997 að um 4 % af slysavöldum er hraðakstur

hérna kemur svolítið sem ég fékk að láni frá www.fio.is [Félag Íslenskra Ökumanna]
———
Vissir þú að …

… þegar hámarkshraði hækkaði úr 80 km í 90 km fækkaði banaslysum úr 29 árið 1988 í 10 árið 1996 (með 2 undartekningum 1991 og 1995)

… 13 manns látast í árekstrum smábíls við stærri bíl í Evrópu á meðan 1 deyr í stærri bílnum

… þegar hraðamyndavélar og hertar aðgerðir umferðaröryggisáætlunar hófust árið 1997 fjölgaði banaslysum úr 15 í 28 árið 1998

… iðgjöld tryggingafélaganna eru hæst þar sem hámarkshraði er lægstur ( mest 30 km - 50 km - 70 km) en lægst þar sem hann er hæstur 90 km

… þrátt fyrir umtalsverða herta löggæslu og hækkun sekta á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði tjónum

… Miklabraut kostaði okkur 1,3 milljarð í tjón við ljósa stýrðra gatnamót (1995-1999) þrátt fyrir rauðljósamyndavélar voru settar þar upp árið 1995 fjölgaði tjónum

… fleiri ungmenni falla fyrir eigin hendi en í bílslysum

… það er engin æfingabraut til ökukennslu á Íslandi

… Hvalfjarðargöng spara 1 til 4 mannslíf á ári

… slysum fækkaði í Ártúnsbrekkunni með mislægum gatnamótum og hækkun hámarkshraða úr 60 km í 70km

… þegar þú ekur Reykjanesbrautina frá Reykjavík í Hafnarfjörð þar sem hámarkshraði er 70 km ert þú í margfaldri hættu en á Reykjanesbraut frá Keflavík að Hafnarfirði á 90 km

… banaslysum hafa fækkað í Bandaríkjunum eftir að hámarkshraði var hækkaður úr 55 mílum í 65-75 mílur

… Færri látast á autobahn í Þýskalandi en þar sem hámarkshraði er 55 mílur í Bandaríkjunum

… Fleiri slasast á hesti í Skagafirði en akandi á bifreið
—–



p.s. ég vil að ef að fólk fellur á bóklegu ökuprófi, þá fái það ekki að reyna aftur fyrr en eftir 2-3 ár…..
ef að þetta unga fólk sem er að reyna komast út í umferðinna getur ekki munað umferðarreglurnar undirbúið í rólegheitum í kennslustofu…. þá vil ég ekki hafa þau út í umferðinni, þar sem að svoleiðis gleymska kostar mig eða þig lífið