Þessi grein er skrifuð vegna þess að einn hugari bað um betri útskýringu á anarkisma og það er hægt að líta á þetta sem framhald af <a href="http://www.hugi.is/stjornmal/greinar.php?grein_i d=16330897“>þessari</a> grein.
Plís ekki gagnrýna það að ég hef skrifað tvær greinar um sama málefnið.
Það sem einkennir anarkisma fyrir það fyrsta er það hversu mismunandi hann er hjá hverju fólki. Það eru reyndar til hægri og vinstri hreyfingar innan anarkisma en þrátt fyrir það leyfir anarkisminn einstaklingnum að sjá fyrir sér anarkismann eins og hann vill. Sem sagt, þó maður sé anarkó-kommúnisti (vinstri) þá þýðir það samt ekki að maður þurfi að fara eftir honum eins öfgakennt og hægt er. Anarkisminn leyfir þér að draga mörkin, þín persónulegu mörk. Þannig get ég, en ég tel mig vera anarkó-kommúnista, dregið mín persónulegu mörk, sem t.a.m. gætu verið að ég vilji ekki deila með mér tannburstanum mínum eða handklæðinu. Hinsvegar er ég ekkert á móti því að deila tölvu með öðrum eða einhverjum tónlistargræjum. Annars þá gæti ég vel trúað því að þetta væri svona í kommúnisma…….
Þannig að þetta er í rauninni mjög svipað marxisma. Eitt meðal annars er hins vegar öðruvísi. Anarkó-kommúnistar eru ekki fylgjandi hugmyndum um byltingarflokk né alræðinu sem fylgir þeim flokki, sem augljóslega brýtur í bága við hugmyndafræði anarkismans. Sem sagt, anarkistar vilja að ríkið hverfi strax og að valdið fari ekki til lítilla sjáflstjórnandi kommúna. Sameiginlegt milli marxisma og anarkó-kommúnisma gæti talist sú hugmynd að framleiða nóg til að það þurfi ekki að safna sér afurðir í eigingirni. Þetta er mjög erfitt í framkvæmd trúi ég, en það eru samt sem áður nógar auðlindir í heiminum til að fólkinu geti liðið vel. Fólk leggji sitt af mörkum í einskonar sjálfboðavinnu til að gefa frá sér sem mest, og auðvitað halda einhverju fyrir sig og/eða fjölskylduna. Þannig geta allir lagt sitt af mörkum. Anarkistar líta einnig á öll störf sem jafn merkilega, sem sagt bera jafn mikla virðingu fyrir öllum störfum. Þessi eiginleiki getur af sér það að fólk er ekki eins hrætt við að þroska hæfileikana sína til að gera það sem þau vilja í alvörunni gera, þar sem þau eru að gera þetta fyrir þau sjálf aðallega, og þau þurfa ekki að hugsa um það að græða fyrir ríkið þar sem það er ekkert ríki.
Útfrá anarkó-kommúnisma spratt anarkó-syndikalismi, en þeir fóru ekki eins hart í þetta eins og anarkó-kommúnistar og leyfðu verkamönnum að stofna lítil félög til að dreifa afurðum sínum á sem bestan veg. Þetta er eitt af aðalatriðunum sem skilur á milli anarkó-kommúnisma og anarkó-syndikalisma.
Önnur stór hreyfing í anarkisma er þá augljóslega hægri stefnan. Anarkó-kapitalismi. Hún felst í því að öll fyrirtæki verði einkavædd sem gerir það að verkum að ríkið verði óþarft. Anarkó-kapitalistar eru á móti ríkisreknum her og lögreglu en þau hyggjast láta fyrirtæki sjá um öll öryggismál. Ójafnrétti og misskipting er þannig eðlileg útkoma hins algera frelsis sem menn hafa þá. Aðaltalsmaður þessarar stefnu, David Friedman, telur að ef lögreglan verður einkavædd, þá muni hún sýna miklu betri árangur. Þetta er í rauninni ekki ósvipað öfga-kapitalisma, nema náttúrulega að anarkó-kapitalismi hefur enga ríkisstjórn. Aðalgagnrýnin sem anarkó-kapitalismi hefur fengið felst aðallega í því að anarkisminn er í eðli sínu til vinstristefna. Hægristefna anarkismans hafa verið taldir líta framhjá þeirri stefnu anarkista að mótmæla allskyns ójöfnuði og einkaeignarrétti en fylgi anarkisma aðeins í því ljósi að hafa enga stjórn. Anarkistar eru sem sagt í eðli sínu and-kapítalískir og hlýtur ”anarkó-kapitalismi“ að vera þversögn. Ég verð eiginlega í þessu tilfelli að vitna í <a href=”http://www.andspyrna.net“>andspyrna.net</a>:
”Ég er sammála því að ef saga og hugmyndafræði anarkismans er skoðuð þá er ekki hægt að tala um anarkó-kapítalisma frekar en hægt er að tala um öfgasinnaða jafnaðarmenn. Það ætti frekar að kalla þessa kapítalísku hugmyndafræði öfga-kapítalisma (extreme capitalism) eða frjálslyndan kapítalisma (libertarian capitalism). “Anarkó” forskeytið er þversögn.“
Gagnrýnir sem anarkistar hafa fengið vegna skoðana þeirra, eru ekki byggð útfrá engu, heldur eru flestir ósátir við gjörðir Bakunins, sem var upphafsmaður róttæks anarkisma, kallast “collectivism” eða samráðshyggju sem einfaldlega segir að allir verkamenn standi saman að falli ríkisins. Hugmyndin hans um að eyðileggja ríkið með ofbeldi og hryðjuverkum er að mínu mati kolröng þar sem fólk yrði neytt til að lifa í anarkisma og það er örugglega mjög mikil breyting frá því sem þau lifa.
Og margir telja valdapíramídann í fyrirtækjum óflýjanlegan vegna þess að ”mannlegt eðli“ krefjist þess að manni sé ýtt áfram til að einhver árangur eigi sér stað. Ég trúi því samt að ef fólk kemur sér saman að markmiði, og vinni síðan í því sem þau kunna best innan fyrirtækisins saman, þá virkar þetta eins og vel gangandi vél. Einn vinur minn, sem er stoltur kapitalisti, kom með þá tillögu að hafa samt sem áður einsskonar ”áhrifalausan valdapíramída“ sem væri samkeppnishæfari í kapítalísku ríki. Kerfið myndi virka þannig að það væri fólk sem myndi sjá til þess að fólk væri að vinna, en þetta fólk væri samt sem áður engu æðra og fengi t.d. engin forréttindi né hærri laun. Þetta ”æðra fólk" færi síðan á fundi og samningaviðræður með tillögur verkamanna/kvenna að leiðarljósi. Kannski þetta gæti virkað…….hver veit?
Niðurstaðan útfrá þessu er þá sú að anarkismi svipar mikið til vinstri stefnunni en ólíkt marxisma þá vilja anarkistar ekki neinn leiðtoga né stjórnmálaflokk.
Samt verður að taka fram að hugmyndafræði anarkismans er barnalega rómantísk þar sem hún byggist á því að finna það besta í fólki og að allt fólk verði gott á endanum :) En er það ekki það sem allar stefnur vilja?