Alþingi hefur ráðið starfsmann í nýtt hlutverk, umboðsmann íslenska hestsins. Þetta nýja apparat sem nokkur ráðuneyti koma að kostar 9 milljónir en einhver fyrirtæki koma að þessu og styrkja verkefnið með því að greiða 2 milljónir. Þetta er nú ekki mikill peningur en þetta er dæmt til þess að vinda upp á sig og hlýtur að hvetja aðra hagsmunaaðila til þess að óska eftir samskonar stuðningi. Á tímum einkavæðingar þykir mér þetta mjög undarleg ákvörðun og í raun skammarleg. Ég geri mér grein fyrir því að íslenski hesturinn er einstakur en það er íslenskir tónlistarmenn líka og svo mætti lengi telja, ekki væri það nú gæfulegt ef ríkið sæi íþrótta, tónlistarmönnum og öðrum menningargúruum fyrir umboðsmanni. Þetta hlýtur að eiga vera hlutverk hagsmunaaðila sem eru eigendur íslenskra hesta, auðvitað er hægt að færa rök fyrir því hversu mikilvægt er að auka útflutning á íslenska hestinum og gott fyrir landið en fyrst og fremst gróði eigenda íslenska hestsins. Það er mikilvægt að eiga færa tónlistarmenn erlendis sem auglýsa landið, hið sama gildir um íþróttamenn, kvikmyndir, myndlist og svo mætti lengi telja. Þetta finnst mér óábyrg útgjöld því þær kalla auknar styrkveitingar í hlutverk sem ríkið á einmitt að vera draga úr því hagsmunaaðilar geta vel haldið utan um slíkt og hafa gert um árabil.
Kv.
ragu
If fifty million people say a foolish thing, it is still a foolish thing.