Allar stjórnmálastefnur hafa sína svörtu hlið.
KAPITALISMI hefur oft verið kennd við kúgun af þeim sem minna mega sín, og oft á tíðum þá eru hugsjónir fólks mannskemmandi því þau beinlínis brosa þegar öðrum gengur illa (þá er ég að meina businessmenn/konur) og allt snýst kapitalismi um að eiga peninga til að lifa og svoleiðis. Auðvitað er þetta alhæfing, ég er meðvitaður um þá staðreynd að kapitalistar geti verið góðhjartaðir.
KOMÚNISMI var uppi í Sovétríkjunum í 70 ár. Reyndar kallaðist þetta bara kommúnismi en var í raun sósíalsimi að færast uppá við (sem sagt uppí kommúnisma). Á þessum 70 árum tókst þeim ekki að viðhalda þessu almennilega og það endaði með því að ríkin aðskildust og urðu skuldug upp fyrir haus fyrir vikið.
Frumkvöðlar ANARKISMA stuðluðu að ofbeldi og hryðjuverkum.
EINRÆÐI, besta dæmið um það er kannski Saddam Hussein.
Og það geta örugglega þónokkrir verið sammála mér að það er eitthvað athugavert við það að erfa völd eins og í KONUNGSVELDI, því afleiðingarnar væru hörmulegar ef erfinginn væri veikur á geði eða siðblindur.
Núna lenti ég í því að ég las grein eftir kunningja minn (nota bene kunningja, ég álít hann ekki vin minn þar sem ég hef óbeit á honum) þar sem hann var með þann áróður að kommúnismi væri eina stefnan sem vert væri að aðhyllast (þið getið nálgast þessa grein <a href="http://www.hugi.is/stjornmal/greinar.php?grein_i d=16330482“>hér</a>). Þessi sami kunningi setti útá skoðanir mínar á stjórnmálum. Ég trúi því samt að hann hafi bara ekki getað ímyndað sér enga stjórn og hreinlega blokkað þann möguleika því anarkismi er ein af umdeilanlegustu stjórnmálastefnum sem fyrirfinnst hérna (held ég, ég er bara að tala af reynslu minni) og setja þeir oft útá anarkisma hvað frumkvöðlarnir eru ótraustvekjandi. Annars þá finnst mér það hræsni í honum að neita því að anarkismi geti virkað og síðan aðhyllast stefnu sem fór í þvílíkt rugl á sínum tíma. Auðvitað er hægt að afsaka sig og segja að þeir hafi ekki gert þetta rétt og svoleiðis dæmi, en málið er, Sovétríkin höfðu SJÖTÍU ÁR til þess að reyna að koma þessu í lag…………æjæjæjæjæjæjæjæjjjjjjjj. Kannski hefði þetta virkað betur ef það hefði ekki verið nein stjórn frá upphafi, því þessi stjórn, sem samkvæmt áætlun átti að gefa frá sér völd, varð spillt og urðu brátt valdaníðingar, en þetta var akkúrat það sem Karl Marx var á móti, að hafa ríkisstjórn við völd.
Eins og allar stjórnmálastefnur, þá breytast þær, þróast í ”betra" form. Anarkismi er engin undantekning þar á. Þótt Bakunin og þeir hafi stuðlað að hryðjuverkum, þá eru anarkistar í dag friðarsinnar. Við anarkistar berum sem sagt enga samúð með hryðjuverkamönnum og svoleiðis fólki. Þótt ég styðji ekki hugsanir Bakunins, þá get ég alveg skilið þær. Ég gæti haldið að hann hafi viljað eyðileggja kapítalíska kerfið til að byrja þetta upp á nýtt. Gallinn hins vegar við þetta er sá að flestir una sig vel í þessu kerfi og þeir einstaklingar verða mjög reiðir ef þeir fá ekki að lifa eftir því. Þetta leiðir þá af sér uppreisnir og glundroða.
Fólk heldur nefnilega að þetta sé það sem anarkistar vilji. Ég vil þetta að minnst kosti ekki. Mín hugmynd að því að koma upp anarkisma er leið fræðslunnar, þannig geti fólk tekið sér meðvitaðri pólitíska afstöðu og ef það eru nógu margir hlynntir sömu hugmyndafræðinni, þá finnst mér þess virði að reyna á þetta. Skipulagningin verður síðan náttúrulega ákveðin innbyrðis.
Mig langar ekki að lifa í kapitalisma, því eina leiðin fyrir mig til að geta lifað ágætu lífi er ef ég fer vel með peningana mína, og þarf að auki ágætis viðskiptavit, þarf að kaupa mér hlutabréf og allan fjáran og eyðileggja mig af stressi. Síðan ef mér tekst ekkert af þessu, þá eru úrræðin mjög fá, þess vegna eru fjársvik oft stunduð í kapítalísku samfélagi. Það er þó ýmislegt gott við kapitalisma, ég er t.d. hlynntur frjálsri verslun, enda skil ég ekki af hverju það er ekki ríkjandi núna, en það vantar ennþá eitthvað í þessa stefnu til að sannfæra mig um ágæti þess.
Annars þá er ég ekki að segja að anarkismi sé hið fullkomna samfélag, heldur aðhyllist ég hana því ég trúi að besta leiðin til að rækta með sér hæfileikann og andlegt sjálf, sé í gegnum anarkisma.
Mér er sama hvað öðrum finnst.