Það verður að snúa þessari þróun við. Það er eins og fólk sé skíthrætt t.d við að mótmæla eins sást á Austurvelli. Hvaða lög var þetta fólk að brjóta sem varð þess valdandi að það þurfti að fjarlægja það með lögregluvaldi. Svona aðferðir eru orðnar að vana. Og menn gera ekkert í því. Sjáum t.d hvernig var farið með Falun Gong liða. Læstir inni í Grindavíkurskóla. Einn lögreglumaður réðst á tvo mótmælendur á Geysissvæðinu þegar að forseti Kína var í heimsókn. Það er fjallað um þessa hluti einu sinni í fréttunum og svo ekkert meira. Davíð Oddson var sjálfur að flytja pólitískan áróður á Austurvelli . Fólk kom þarna til þess að fagna lýðveldisafmælinu og bjóst ekki við áróðri. Þess vegna voru mótmælendurnir fjarlægðir en þá finnst mér að það hefði átt að banna Davíð Oddsyni líka að vera með áróður. Af hverju mátti Davíð tjá sýna pólitísku skoðun en ekki mótmælendurnir. Hvers konar misrétti er þetta. Svona hlutir gera mann ansi reiðann og svekktann. Fjölmiðlar eru svo eins og skotnir hundar og fylgja aldrei neinum málum eftir. Þeir hafa líka skyldum að gegna. Þetta er hneyksli segi ég. Menn mega mótmæla ef þeim sýnist svo. Ég tala nú ekki um friðsamlega mótmæli. Fólk er líka svo blint. Flestir eru ósáttir við Stríðið í Írak, meðferð á Falun Gong liðum, Austurvallaatvikið en allir halda samt áfram að kjósa Davíð Oddson og hans ríkisstjórn. Hvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi. Mér finnst það bleyðuháttur ef að við látum vaða svona yfir okkur á skítugum skónum einu sinni enn.

Ég vona svo innilega að málið verði ekki látið kyrrt liggja og það gleymist bara með tímanum vegna hræðslupúkahátts

Örninn hefur talað