Eins og margir hafa eflaust velt fyrir sér þá er það að gerast í heiminum í dag að það er ein þjóð sem að er orðinn hernaðarlega öflugasta þjóð sem að nokkurn tíma hefur verið uppi. Það að vera voldugasta þjóðin í ofangreindum skilningi felur í sér bæði kosti og ókosti.
Helstu kostir þess að vera í slíkri yfirburðastöðu er sú að maður getur komið fram sínum vilja og sinnt eigin hagsmunum án þess að taka nokkuð tillit til þess hvaða afleiðingar það hefur fyrir aðrar þjóðir eða alþjóðasamfélagið í heild sinni. Efnahaginn má með öðrum orðum efla með því að vera sífellt að ota sínum tota og sækja á ný mið. Þessi hegðun er ekki óþekkt meðal hernaðarlegra öflugra ríkja eins og þekkist í sögunni að hið mikla Rómarveldi undir forustu margra stórkeisara hafði þann háttinn á að fara í styrjöld þegar að þrengja fór að efnahagslega. Þannig var hægt að viðhalda stöðugri stækkun og stöðugum framförum fyrir hið mikla stórveldi.
Það sem að gerist í svona tilvikum er að þó að hin nýnumdu lönd hafi verið innlimuð inn í hið mikla stórveldi þá var ákveðnum mismuni viðhaldið og meira tekið af innlimuðum svæðum heldur en svæðum sem þegar tilheyrðu ríkinu áður en slík heimsvaldastefna hófs.
Ókostirnir eru hins vegar af margvíslegum toga og vil ég tala um það hér. Hver maður ber í brjósti sínu stolt sem að gjarnan er samblanda af þjóðarstolti og oftar en ekki stolti af trú. Þetta þekkja menn vel. Niðurlægingin sem að fylgir því að eitt ríki ráðist inn í annað fullvalda ríki í þeim tilgangi að beinlínis græða á því er frekar mikil. Inn í slíka hluti spilar pólitík mikið.
Pólitík í Bandaríkjunum í dag er margflókin og erfitt að fullyrða um hana einhverja ákveðna hluti án þess að mörg mótrök megi finna um hvað sem er. Bandaríkin í dag er stórt land og hefur gjarnan verið sagt að þar megi bæði finna það besta og versta sem að til er í heiminum í dag. Sem dæmi má nefna dauðarefsingar sem væntanlega verulega slæmann hlut. Á hinn bóginn vestræna stjórnskipan og hugmyndir um frelsi og einstaklingsrétt. Þó að ekki sé því alltaf fylgt eftir.
Olíuviðskipti í Bandaríkjunum ásamt vopnaviðskiptum eru iðngreinar sem að spila stóra rullu í viðskiptalífi Bandaríkjamanna. Pólitíkus sem að vill ná einhverjum árangri þar þarf að huga að mörgum þáttum. Hann þarf að taka jafnt tillit til stórfyrirtækja, félagasamtaka og einstaklingsþarfa.
Olíuiðnaðurinn í dag eins og margt annað þar vestra stjórnast af stórfyrirtækjum. Og nú vil ég leiða hugann að öðru atriði. Mörg fyrirtæki í Bandaríkjunum eru í eign Gyðinga. Þar með talinn Olíuiðnaðurinn.
Deila Palestínumanna og Ísraelsmanna snérist fyrst og fremst um landssvæði sem að báðir þessir hópar töldu sig eiga tilkall til. Gyðingar segja að þeirra sé landið eins og stendur í hinni ,,heilögu bók” en Palestínumenn segja að þeir hafi alltaf átt það og landið hafi verið tekið af þeim. Þar sem að sjálfsmorðsárásir og hefndaraðgerðir Ísraelshers eru nú farinn að skipta meira máli heldur en upphaflega deilann þá stefnir í miklar hörmungar ef að ekki verður að gert. Múslimar um allan heim eru ósáttir við hvernig Ísraelsmenn fara með Palestínumenn. En ekkert geta Arabaríkinn gert.
Við komum hér að mikilvægu atriði. Bandaríkjamenn hafa alltaf stutt Ísraelsmenn. Ég vil leyfa mér að segja að það sé vegna þess að Gyðingar í bandaríkjunum sem að hafa talsverð pólitísk völd vilja bæði að Ísraelsmenn eignist landið og um leið vilja þeir útiloka samkeppni í Olíuviðskiptunum. Helstu keppinautar Gyðinganna eru nefninlega margar Arabaþjóðir. Ég vil meina að nýleg stríð bæði í Afgahnistan og Írak séu frekar viðskiptalegs eðlis heldur en til að frelsa þessi lönd. Svo afsaka Ísraelsher sig með því að bera við að þeir séu í stríði gegn hryðjuverkum. Það er ekki að mínu mati hægt að fara í stríð við hryðjuverk þar sem að þau eru bardagaaðferð en ekki einhver skilgreindur óvinur.
Ég vil spyrja ykkur að því hvernig mynduð þið bregðast við ef að það væri búið að taka af ykkur landið, keyra yfir húsið ykkar með jarðýtu eða skriðdreka á meðann að börnin þín voru inni í húsinu. Ættuð þið eitthvað annað eftir en dauðann. Ísraelsmenn ættu að vita betur. Þeir eru farnir að hegða sér eins og Hitler og Nasistarnir gerðu í seinni heimstyrjöldinni. Bandaríkjamenn eru að stunda skipullega útþenslu á sínum völdum og menningu. Þeir hafa ekki rétt á því að krefjast þess að allir séu eins og þeir. Með frekju sinni og í krafti hernaðarmátts þá kúga þeir ofangreindar þjóðir vegna viðskiptahagsmuna. Á sama tíma ræða þeir um frelsi og réttlæti. Það er kominn tími til þess að fólk fari að hugsa um það hvort að vilji lifa í heimi þar sem að eitt ríki kemur stöðugt fram vilja sínum í annarlegum tilgangi.
Ég vona að lokum að þetta hafi fengið ykkur til að hugsa um hlutina í öðru ljósi.