
Forsetaembættið er eitt af þessum gömlu stofnunum í samfélaginu sem voru hafnar yfir efa en sem betur fer hefur virðingin fyrir embættinu minkað töluvert eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tók við og hóf “Séð og heyrt” væðinguna sem felst í því að enginn kemst hjá því að vita allt um einkalíf mannsins. Séð og heyrt væðingin mun væntanlega ná hámarki í beinni útsendingu sem verður þröngvað upp á sjónvarpseigendur Íslands frá brúðkaupi hans og Doritar. Plebbar þessa lands verða eflaust mjög ánægðir með Ólaf okkar og versla grimmt Ólafs og Doritar boli, kaffikönnur, penna og upptökuna frá brúðkaupinu á VHS og kannski jafnvel DVD. En á meðan verðum við hin að spyrja sjálf okkur “Er þetta í alvörunni það sem við viljum?” Svar mitt er nei, annað hvort verður þetta embætti gert pólitískt þannig að forsetinn verði höfuð framkvæmdavaldsins (fara eftir stjórnarskránni.) Eða einfaldlega að fara leið Hannesar og leggja allt draslið niður.