Ég verð næstum því reiður við að lesa þetta. :)
Nú er ég tvítugur sjálfur. Ég má gera allt sem aldur einn leyfir manni nema að bjóða mig fram til Þings eða Forseta.
Þú byggir þessa fullyrðingu þína auðvitað nánast einvörðungu á þekkingaleysi á efninu. Enda ert þú samkvæmt upplýsingum Huga aðeins 16 ára.
“Það má kaupa áfengi 20 ára.”
Þetta er rétt, enda stendur til að breyta þessu, enda gjörsamlega fáránleg löggjöf. Það þykir mjög sjálfsagt að brjóta þessa reglu, og ef þú ert ekki byrjaður að drekka tvítugur, muntu allra líklegast aldrei byrja að drekka. Sannleikurinn er sá að krakkar byrja að drekka 15-16 ára, og það er nákvæmlega *ekki neitt* að því, þegar þeim er kennt að drekka. Aftur á móti er sannleikurinn sá að lang, langfæstum er kennt að drekka nokkurn tíma, og þurfa þessir flestir því að eyða 3-4 árum í að læra það af sjálfsdáðum. Oft er bent á Danmörk sem viðmiðun en það er auðvitað algerlega út í hött því að þú finnur varla ólíkari drykkjarmenningar. Danir þurfa að hækka sinn aldur, og við þurfum að lækka okkar. Menningarmunur okkar stafar fyrst og fremst vegna þess að þeirra aldurstakmark hefur verið fáránlega lágt hingað til, og okkar fáránlega hátt.
“Það má kaupa sígarettur 18 ára.”
Þetta er líka rétt. Þetta mætti hækka upp í 20 ára aldur fyrir mér, sama væri mér. Það er sama saga og með áfengið; ENGINN byrjar að reykja 18 ára. Krakkar byrja undir aldri fyrst og fremst vegna þess að það er bannað. Þetta er common knowledge. 18 ára finnst mér reyndar ágætur aldur, þó að svo sannarlega mætti taka harðar á lögbrjótum þar, eins og reyndar hvað varðar flest önnur lögbrot Íslands sem eru ekki um peninga. Svo er aftur á móti sá punktur að fólk á að *geta* farið sér að voða. Þetta er frjálst land, og ég trúi því ekki að margir Íslendingar vilji lifa í þjóðfélagi þar sem maður er skeindur og alinn upp af Ríkisstjórninni. Frelsi mitt til að gera sjálfum mér skaða með því að vera með aðrar skoðanir, eða með því að vera einfaldlega andskotans sama, er ekki bara dýrmætur heldur lífsnauðsynlegur ef við ætlum að geta kallað okkur frjálst land. Þetta er, eins og oft, spurning um verðmætamat, en ég segi það sjálfur sem maður sem ekki reykir, aldrei hefur og aldrei mun, ég vil GETA reykt ef mér sýnist.
“Það má taka bílpróf 17 ára.”
Þetta, eins og áðurnefndar staðhæfingar, er rétt einnig. Þetta er vandamál, en eingöngu vegna þess að sú menntun sem á að búa unda ökumenn undir umferðina, er til háborinnar skammar. Get ég vottað það sem handhafi ökuskírteinis. Aldur og þroski ökumanna er ekki vandamálið, heldur skilnings- og reynsluleysi þeirra gagnvart umferðinni, sem er sök menntunarleysis, sem er sök Umferðarráðs, *ekki* aldurs þeirra.
“Það má fara á bannaðar myndir 16 ára.”
Og ef þú hefur ekki dómgreind 16 ára til að sjá hvað þú þolir í bíómynd áttu einfaldlega ekki að horfa á bíómyndir yfirhöfuð, nokkurn tíma. Að hækka þetta aldurstakmark væri út í hött. En þetta aldurstakmark segir auðvitað ekki neitt vegna þess að *enginn* fer eftir því. Hækkandi tíðni ofbeldisglæpa má rekja beint til ofbeldis í bíómyndum, og til þess að hindra að það gangi áfram, þarf að byrja á að framfylgja þessum lögum. Það eru ekki nema einstaka bíóhús sem athuga aldur áhorfenda og þá eingöngu á alveg sérstaklega hrottafengnum myndum. Að hækka þetta myndi gera nákvæmlega ekki neitt til bóta. Það myndi bara gera þessi lög enn sjálfsagðari að brjóta.
“Það má byrja að stunda kynlíf 14 ára.”
Þetta er rétt, og hið besta mál. Sko… núna þarf ég bókstaflega að slappa aðeins af og úthugsa svar mitt til að blanda það ekki of miklum tilfinningum. Ég verð virkilega reiður við að sjá þetta gagnrýnt.
Ókei, byrjum á auðveldu hlutunum. Rakka niður þín orð.
“Það er alltaf verið að tala um að vín og sígarettur skemmi heilsu fólks, en málið er að fólk þarf að reykja og drekka í nokkurn tíma til að valda heilsutjóni. En hinsvegar þarf aðeins EITT skipti til að smitast af eyðni, EITT skipti!”
Nú finnst mér jafnvel ekki ólíklegt að þú persónulega þekkir einhvern með eyðni, enda myndi það gera þig jafn óhæfan til að ræða málið á rökrænum nótum eins og raun ber vitni.
Það er alltaf verið að tala um að vín og sígarettur skemmi heilsu fólks, en það er líka þekkt staðreynd og er ekki einstaklingsbundið. Áfengi, í óhófi, *skemmir* heilsu fólks, punktur. Í hófi er það reyndar hollt, enda er það ekki Íslendinga vani að drekka áfengi í hófi nema á gamals aldri. Sígarettur *eru* óhollar. Alltaf. Þær draga alltaf úr þoli og auka alltaf líkur á krabbamein og ýmsum kvillum. Kynlíf, aftur á móti, er mjög hollt þegar það er stundað af manneskju með lágmarksþekkingu á því. Það er rétt að það þarf ekki nema eitt skipti til að smitast af eyðni, en það þarf heldur ekki nema að fara einu sinni í lífinu út úr húsi til þess að vera drepinn. Ég meina, það *getur* gerst. Nú vil ég ekki rægja líkurnar á því að fá eyðni, því að það er eitthvað sem fólk virkilega þarf að pæla í. Aftur á móti hefur, eins og venjulega, almenn fræðsla á eyðni á Íslandi verið til háborinnar skammar, svo að það er ekkert skrýtið að einhverjar 14 ára gelgjur séu að trítla niður í bæ og ríða einhverjum hálfvitum án tilheyrandi varna. Það þarf eitt skipti af *smokkleysu* og helst áfengi, til þess að smitast af eyðni. *Það* er tilfellið. Það þarf einnig að vera tiltölulega óvarkár um það hverjum maður er að stunda kynlíf með. *Það* er tilfellið.
Svo er einn mjög mikilvægur punktur í þessu öllu saman. Veistu um marga sem vita að aldurinn er 14 ára? Nú kannaði ég þessi lög sjálfur þegar ég var 18 ára með 16 ára stelpu af forvitni, komst að þessu, og nákvæmlega *allir á landinu* sem ég hef spjallað við þetta um, þurfa að sjá löggjöfina sjálfa, svart á hvítu, til að trúa þessu. Með þessu er ég að segja að það halda allir Íslendingar að aldurinn sé 16 eða 18. Og því spyr ég, HVAÐ heldur þú að áorkist við að banna þetta? Ég skal segja þér hvað áorkast. Enn ein af þrettán þúsund löggjöfum Íslands sem þykir sjálfsagður hlutur að brjóta. That's it. Nákvæmlega ekki neitt annað.
Svo er talað um nauðganir á 14 ára stelpum, en hvað? Síðan hvenær voru nauðganir löglegar á Íslandi? Ég yrði þér sammála um að á ofbeldis- og kynferðisglæpum þarf *verulega* að taka á hvað varðar dómkerfi okkar, en það er allt önnur umræða. Að búa til fleiri lög sem fólk finnst sjálfsagt að hunsa er mjög slæm hugmynd.
Og hvað ef ég er, eins og *mjög* algengt er, 18 ára með 17 ára stelpu? Hvað ef ég er in fact 25 ára með 17 ára stelpu? Hverjum kemur þetta við, og hverjar eru líkurnar á því að það skaði stelpuna að vera ung? Reyndar… ef við förum nánar út í það, hvernig kemur aldur þessu á nokkurn hátt við, annar en að á ungum aldri er fólk reynslulausn, sem er sökum *vanmenntunar*, ekki sökum aldurs.
Enn eitt er mjög mikilvægt í þessari umræðu, sem ég sé að Alþingi hefur tekið tillit til þegar þeir settu þessa löggjöf, sem ég verð að segja að er óvenju athugult af okkar Þingmönnum.
Kaninn, til dæmis, spyr sig: “Hvenær er unglingur almennt tilbúinn til að stunda kynlíf?”. Svarið er 18. Þeir setja það sem lög. En það kemur málinu nákvæmlega ekki neitt við. Ég veit um 25 ára stelpur sem eru hreinar meyjar því þær halda að það sé svo vont að missa meydóminn. Sumir eru einfaldlega fávitar, svo einfalt er það, og einhverjar svona löggjafir sem í besta falli móðga nokkra frelsisunnendur bæta nákvæmlega ekki neitt.
Rétta spurningin er: “Hvenær *veit* unglingur yfirleitt hvort hann sé tilbúinn til að stunda kynlíf eða ekki?”. Eins og áður kom fram er til fáránlega gamalt fólk sem telur sig ekki tilbúið í kynlíf, en sannleikurinn er til dæmis sá að nánast hver annar og einasti 14 ára strákur landsins er tilbúinn til að stunda kynlíf, og því ættu þeir að mega það. Stelpurnar þurfa yfirleitt að mana sig meira upp í þetta, enda ekki nema hið besta mál, því að ég get lofað þér því að engin stelpa fer að miða það við landslögin hvort hún sé tilbúin eður ei. Það að setja einhverja svona löggjöf (sem nánast allir Íslendingar halda að sé við lýði hvort sem er) fær engan til að hugsa sig tvisvar um hvað varðar kynlíf.
Við erum að tala um eina af fáum frumhvötum mannkyns. Þeim verður ekki breytt með óútpældum löggjöfum. Þeim verður stjórnað af skynsemi fyrst og fremst með fræðslu, og í öðru lagi með eftirtekt.
Gefum okkur slæmt dæmi. Þar sem 14 ára stelpa fer niður í bæ og ríður einhverjum gutta, og fær AIDS. Ef hún veit að hún má fá sér að ríða 14 ára, hverjar eru líkurnar á því að hún láti sér detta í hug að fara í HIV-check? Alveg einhverjar. En hverjar eru líkurnar ef hún veit (eða heldur) að hún megi ekki einu sinni stunda kynlíf fyrr en hún sé orðin 18 ára gömul? Hverfandi til engar.
Þetta er ágæt löggjöf, ung og greinilega gerð, mönnum sem mér til talsverðrar undrunar, af smá rökhyggju. Að hækka þetta upp í 18 ára, sem ég bendi enn og aftur á að allir halda að sé rétti aldurinn, gerir ekkert nema að smíða enn eina löggjöfina sem þykir sjálfsagt að brjóta, sem treður kynlífi unglinga bara enn frekar á bak foreldra og nástaddra, og gerir okkur sem höfum áhuga á að hjálpa öðrum, enn erfiðara fyrir að fræða og hjálpa þeim sem hjálp eða fræðslu þurfa.
Það er mun svartari stimpill að fara í skóla og ætla að tala um HIV og AIDS við krakka sem mega ekki ríða, heldur en að fara og fræða ungt fólk sem hægt er að búast við að sé virkilega að fara að stunda kynlíf.
Einnig er það tilfellið, að krakkar sem vita að eru að brjóta lögin til að byrja með (og komast *léttilega* upp með það), eru síður að hlusta á einhverju fræðsludúdda ef það eru sömu dúddar og eru að halda fram þeirri fáránlegu kenningu að umræddir krakkar hafi ekki þroska til að stunda kynlíf. Enn ein löggjöfin sem fær krakka til að hlusta alveg örugglega ekki.