ég er núna í háskóla íslands og líkar ágætlega. en eitt fer alveg rosalega í taugarnar á mér og það er hversu aðstaða okkar er stúdenta er alveg fyrir neðan allar hellur. það vantar sárlega betri lesaðstöðu, fleiri stofur svo maður þarf ekki að vera á flakki um allan bæ eða í tímum seint á daginn fram á kvöld.
en hver er vilji ríkisstjórnarinnar til að bæta aðstöðuna og hefja háskóla íslands til virðingar með almennilegri aðstöðu. hann er nánast enginn, á fjárlögum fyrir 2001 er aðeins gert ráð fyrir örfáum milljónum í byggingarkostnað háskólans. þess vegna er til dæmis ekki hægt að halda áfram með náttúrufræðihúsið. en á meðan háskóli íslands er út í kuldanum er björn bjarnason nærri því á hverju kvöldi í fréttunum þar sem hann er að rita undir samninga við hina háskólana í landinu um að bæta aðstöðu þeirra með myndarlegum hætti. þeir sem fá fjármagn til að byggja myndarlega eru háskólinn á akureyri, háskólinn á bifröfst, kennaraháskólinn og háskólinn í reykjavík.
en háskóli íslands sá langstærsti situr úti í kuldanum. þetta kalla ég misrétti og heimta að eitthvað verði gert í málunum.